Skip to main content

Doktorsvörn í tölvunarfræði - Mohammad Shahbaz Memon

Doktorsvörn í tölvunarfræði - Mohammad Shahbaz Memon  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. október 2019 14:00 til 15:30
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: Mohammad Shahbaz Memon 

Heiti ritgerðar: Stöðluð módel og högun til að sjálfvirknivæða stigfrjálsa dreifða gagnavinnslu og greiningu 

Andmælendur:

Dr. Ramin Yahyapour, prófessor í hagnýttri tölvunarfræði við Georg August háskólann í Göttingen, Þýskalandi, og yfirmaður Stofnunar vísindatengdrar gagnavinnslu (GWDG), einnig í Göttingen.

Dr. Róbert Lovas, dósent og forstöðumaður Institute for Cyber-Physical Systems (ICPS), John von Neumann Upplýsingafræðideild Obuda-háskólans í Búdapest, Ungverjalandi, og varaforstöðumaður Rannsóknarstofu samhliða og dreifðra kerfa, Stofnun tölvunarfræða og stýringa við Ungversku vísindaakademíuna (MTA SZTAKI) í Búdapest.

Leiðbeinandi: 

Dr. Morris Riedel, aðjúnkt við Iðnaðarverkfræði-, vélarverkfræði-, og tölvunarfræðideild. Einnig formaður rannsóknahóps um háhraða-gagnagreiningar við ofurtölvusetur Rannsóknarmiðstöðvarinnar í Juelich í Þýskalandi.

Einnig í doktorsnefnd:

Dr. Helmut Neukirchen, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélarverkfræði-, og tölvunarfræðideild.

Dr. Matthias Book, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélarverkfræði-, og tölvunarfræðideild.

Doktorsvörn stýrir:

Dr. Rúnar Unnþórsson, prófessor og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar.

Ágrip:

Vísindasamfélög sem vinna með stórtæk gögn kljást við margs konar áskoranir í sambandi við meðhöndlun flókinna útreikninga, og gagna þeim tengdum, á komandi og dreifðum kerfum. Stórtæk gagnagreining kallar á lausnir með einfölduðu aðgengi að margvíslegum tölvurekstrarkerfum.

Margar almennar og sértækar aðferðir hafa verið þróaðar til að nota síbreytileg reiknikerfi, en vegna ólíkra reikniaðferða og þeirra gagnaskipanar geta þær ekki framkvæmt alvöru vísindarannsóknir.

Vísindalegar gagnagáttir og vinnuferli eru dæmi um slíkt, sem þarfnast verkmeðhöndlunar á margvíslegum bunkakerfum á ólíkum ofurtölvuhögum og aðgengi að háþróuðum dreifðum skráarkerfum. Til að styðja þessar kröfur er í þessari doktorsritgerð kynntur högunarrammi sem sameinar réttu samsetninguna af stöðlum og uppsetningu fullnægjandi millibúnaðar. Þessi rammi meðhöndlar samhliða aðgang fyrir fjölbreytta notendahópa í gegnum öflug og áreiðanleg reikni- og gagnasnið sem eru sniðin að þörfum forrita og tölvukerfainnviðum.

Rannsóknaniðurstöðurnar sem eru kynntar í þessari doktorsritgerð eru aðallega rökstuddar með raun- og vélarnámsmódelum frá tveimur dæmum af jafnmörgum fræðasviðum: lífeðlisfræði og jarðvísindum. Fyrir lífeðlisfræði er UltraScan vísindagáttin betrumbætt til þess að gera henni kleift að meðhöndla sértæk gögn í gegnum stöðluð verkumsjónar- og gagnastjórnunarsnið í háhraða-tölvukerfum (HPC).

Seinna fræðisviðið er jarðvísindi og gerir meðhöndlun vélarnámsaðferðar sjálfvirka (t.d. greiningu fjarkönnunarmyndefnis) með stigvaxandi útfærslum sem hægt er að keyra samhliða. Dæmin frá báðum fræðisviðum eru studd með opnum hugbúnaði í formi millibúnaðarútfærslna, biðlaraforritaskil með bestu gáttarömmum sem fyrirfinnast í dag, til þess að sanna gildi þeirra.

Um doktorsefnið:

Mohammad Shahbaz Memon er fæddur 1979, fæddur og uppalinn í Karachi-héraði í Pakistan. Hann hlaut BCS (Hons; 2001) og MCS (2002) gráður í tölvunarfræðum frá SZABIST, í Pakistan, og M.Sc. gráðu í tölvunarfræðum með áherslu á margmiðlun frá Háskólanum í Aachen (RWTH) í Þýskalandi.

Frá 2006 hefur hann starfað á ofurtölvusetri rannsóknarmiðstöðvarinnar í Juelich GmbH, innan deildar gagnavísinda og dreifðra kerfa.

Mohammad Shahbaz Memon

Doktorsvörn í tölvunarfræði - Mohammad Shahbaz Memon