Skip to main content

Doktorsvörn í sagnfræði: Anna Heiða Baldursdóttir

Doktorsvörn í sagnfræði: Anna Heiða Baldursdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. febrúar 2023 10:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 fer fram doktorsvörn við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði Háskóla Íslands. Þá ver Anna Heiða Baldursdóttir doktorsritgerð sína í sagnfræði, Hlutir úr fortíð: Eigur fólks og safngripir frá 19. öld. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 10:00.

Andmælendur við vörnina verða dr. Ágústa Edwald Maxwell, nýdoktor við HÍ, og dr. Christina Folke Ax, sérfræðingur við Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Sigurðar Gylfa Magnússonar, prófessors við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir, Már Jónsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði Háskóla Íslands og Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.

Sverrir Jakobsson, forseti Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Viðfangsefni doktorsritgerðarinnar er að draga fram heimildasöfn (e. archives) og greina þá efnismenningu (e. material culture) sem þau búa yfir. Markmið rannsóknarinnar er að draga fram hversdagslíf alþýðunnar á 19. öld með rannsókn á efnismenningu dánarbúsuppskrifta sem og safnkosts Þjóðminjasafns Íslands frá sama tíma. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar er ekki aðeins fólgið í notkun á nýjum heimildum heldur er aðferðin nýstárleg að því leyti að hún miðar að því að greina hlutina út frá mörgum sjónarhornum. Fram að þessu hefur sagnfræðin nálgast viðfangsefni sitt út frá afstöðu mannanna og lítið skeytt um efnisheiminn sem hefur veigamikil áhrif á daglega framgöngu fólks. Nýlunda verkefnisins er því fólgin í því að efnismenning eða hlutir eru notuð sem mikilvægt greiningartæki á fortíðina.

Um doktorsefnið

Anna Heiða Baldursdóttir lauk BA-prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands og MA í sagnfræði frá sama skóla. Hún starfar nú sem sérfræðingur við Landbúnaðarsafn Íslands. 

Anna Heiða Baldursdóttir.

Doktorsvörn í sagnfræði: Anna Heiða Baldursdóttir