Skip to main content

Doktorsvörn í reikniverkfræði - Rocco Sedona

Doktorsvörn í reikniverkfræði - Rocco Sedona - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. maí 2023 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Doktorsefni: Rocco Sedona

Heiti ritgerðar: Skalanlegur djúplærdómur í fjarkönnun með ofurtölvum

Leiðbeinandi: Dr. Morris Riedel, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.

Einnig í doktorsnefnd: Dr. Gabriele Cavallaro, gestadósent við Háskóla Íslands og Forschungszentrum Juelich - Juelich Supercomputing Centre og dr. Matthias Book, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Andmælendur: Dr. Steven Reising, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Colorado State University, USA og Dr. Sergio Bernabé, lektor í tölvunarfræði við Universidad Complutense, Madrid, Spáni.

Doktorsvörn stýrir: Dr. Rúnar Unnþórsson, prófessor og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar.

Ágrip

Framför fjarkönnunar á síðustu áratugum hefur leitt til mikillar aukningar í stöðugri öflun gagna sem gerð eru aðgengileg til enda notenda sem geta hagnýtt þau í forritum fyrir skoðun jarðarinnar. Landþekjukort spila lykil hlutverk í eftirliti með yfirborði jarðar. Þau veita vísindafólki og stefnumótendum skýra sýn á þróun í landslaginu og hjálpar þeim að finna svör við aðkallandi vandamálum allt frá skilvirkri skipu- lagningu auðlinda að þoli jarðar gegn loflagsbreytingum. Vegna notkunnar klassískra aðferða í vélnámi og nýlegrar notkunnar djúptauganetsaðferða er hægt að nýta efni úr fjarkönnun að umfangi sme að ekki hefur sést áður. Það ýtir undir rannsóknir, þróun og dreifingu á nýjum kerfum sem að leita til þess að leysa núverandi áskoranir á sviði EO forrita eins og LC flokkunar. Aukin stærð gagnasafna sem þarf til þess að þjálfa nýjustu SotA DL módel og þörfin til þess að nota þau á stórum skala hefur hins vegar orsakast í auknum tíma þróunar sem að getur komið í veg fyrir skilvirka nýtingu þeirra. Innleiðing stefnu fyrir dreifðan djúplærdóm á ofurtölvukerfum gefur tækifæri til þess að hraða þjálfun módelanna og rannsakendum að auuka hraða í þróun og minnka tíma þangað til virði er fengið úr ferlinu. Þar sem að geimfer- ðastofnanir framkvæma mismunandi verkefni þá er hægt að nota gögnin sem safnað er til þess að auka “temporal resolution” sem að svæði eru skoðuð með, einnig með mögulegum bætingu á nákvæmni í vélnáms og djúplærdóms módelum. Markmið ritgerðarinnar eru gerð út frá þessum forsendum og voru rannsökuð með blöndu af aðferðum til þess að nýta auðlindir í ofurtölvukerfum, leggja af mörkum að svara spurningum um nýtingu djúplærdómsaðferða fyrir EO hugbúnað og til þess að kynna fjarkönnunarsamfélaginu fyrir aðferðum líkt og þessum sem að geta skapað mikið verðmæti.

Um doktorsefnið

Rocco er doktorsnemi frá Feneyjum í Ítalíu. Hann kláraði meistaranám í upplýsingaverkfræði í Háskólanum í Trento í Ítalíu árið 2019 og er núna doktorsnemi í Háskóla Íslands og Jülich Supercomputing Centre í Þýskalandi. Áhugasvið hans í rannsóknum er aðallega í kringum djúplærdóm og notkun hans á fjarkönnunargögnum. Hann sérhæfir sig einnig í dreifðum djúplærdómi á ofurtölvukerfum og hefur verið virkur í rannsóknum á því sviði síðan árið 2019.

Rocco Sedona ver doktorsritgerð sína í reikniverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Doktorsvörn í reikniverkfræði - Rocco Sedona