Skip to main content

Doktorsvörn í mannfræði - Anna Wojtyńska

Doktorsvörn í mannfræði - Anna Wojtyńska  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. ágúst 2019 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 23. ágúst 2019 ver Anna Wojtyńska doktorsritgerð sína Reynsla farandfólks á tímum þverþjóðleika. Pólskt farandfólk á Íslandi (e. Migration experiences in times of transnationalism: Polish migrants in Iceland). Vörnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 14:00 og er öllum opin.

Andmælendur eru Aleksandra Galasińska prófessor í félagsmannfræði við University of Wolverhampton og Gestur Guðmundsson, prófessor í félagsfræði menntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Leiðbeinandi er Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
Einnig í doktorsnefnd: Jørgen Ole Bærenholdt, prófessor í  mannvistarlandafræði við Roskilde Universitet, Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu við Háskóla Íslands.

Doktorsvörn stýrir Stefán Hrafn Jónsson, deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar.

Um doktorsefnið

Anna er fædd árið 1975 í Varsjá í Póllandi. Hún lauk MA próf í mannfræði frá Varsjárháskóla árið 2002 og starfar sem verkefnastjóri fyrir verkefnið Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi við Háskóli Íslands.

Maki hennar er Ari Hauksson og þau eiga tvö börn, Freydísi Balbinu og Úlf Kazimierz.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um rannsóknina með því að senda póst á annawo@hi.is.

Efniságrip

Frá lokum tíunda áratugsins hafa Pólverjar verið fjölmennastir innflytjenda búsettra á Íslandi. Er það afleiðing félagslegra og efnahagslegra umbreytinga á Íslandi og hagstjórnarstraumhvarfa í Póllandi. Hrun kommúnismans og nýfrjálshyggjustefna í efnahagsmálum urðu til þess að margir Pólverjar leituðu að vinnu erlendis, en vegna skorts á vinnuafli á Íslandi var erlendum starfsmönnum tekið fegins hendi. Þótt flestir Pólverjanna hafi ætlað sér að staldra stutt við, þá ílengdust margir þeirra.

Doktorsritgerðin byggir á langtíma etnógrafískum mannfræðirannsóknum ásamt greiningu á tölulegum gögnum  sem varpa ljósi á mismunandi reynslu farandfólks, flutningum þess og dvöl á Íslandi, á meðan það heldur sterkum tengslum við heimahagana og fjölskyldu þar. Beitt er  kenningum um þverþjóðleika til að varpa ljósi á hvernig fólk tilheyrir ólíkum stöðum og hefur margþættar sjálfsmyndir. Fólksflutningarnir eru settir í samhengi við hnattræn ferli, kapitalískt hagkerfi og þverþjóðlegan vinnumarkað.

Niðurstöður verksins eru settar fram í fimm ritverkum (einum bókarkafla og fjórum greinum í fræðiritum) þar sem fjallað er um stöðu pólsks farandfólks á vinnumarkaði, þverþjóðleg tengsl og þátttöku og aðlögunarferli.

Föstudaginn 23. ágúst 2019 ver Anna Wojtyńska doktorsritgerð sína Reynsla farandfólks á tímum þverþjóðleika. Pólskt farandfólk á Íslandi (e. Migration experiences in times of transnationalism: Polish migrants in Iceland). Vörnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 14:00 og er öllum opin.

Doktorsvörn í mannfræði - Anna Wojtyńska