Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Þorgerður Sigurðardóttir

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Þorgerður Sigurðardóttir  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. desember 2020 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 14. desember ver Þorgerður Sigurðardóttir doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Grindarbotnseinkenni eftir fæðingu og snemmíhlutun með sjúkraþjálfun. Postpartum pelvic floor symptoms and early physical therapy intervention.

Vörninni verður streymt:  https://livestream.com/hi/doktorsvornthorgerdursigurdardottir

Andmælendur eru dr. Chantale Dumoulin, prófessor við University of Montreal, og dr. Þórarinn Sveinsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari var dr. Reynir T. Geirsson, prófessor emeritus, og leiðbeinendur voru dr. Kari Bø, prófessor og dr. Þóra Steingrímsdóttir, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Hildur Harðardóttir, dósent og dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor.

Kristín Briem, prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Fjöldatakmörkun: Einungis 10 manns geta verið í salnum á meðan á doktorsvörninni stendur.

Ágrip af rannsókn

Meginmarkmið þessa doktorsverkefnis var að kanna tíðni grindarbotnseinkenna og vanlíðunar sem þau valda frumbyrjum á fyrstu mánuðum eftir fæðingu, ásamt því að rannsaka hvort tengsl fyndust milli grindarbotnseinkennanna og fæðingartengdra þátta. Annað meginmarkmiðið var að kanna áhrif snemmbærrar grindarbotnsþjálfunar, sem stýrt var af sjúkraþjálfara, í hópi frumbyrja með einkenni frá grindarbotni. Þriðja markmiðið var að kanna áhrif íþróttaiðkunar fyrir fæðingu hjá afreksíþróttakonum á fæðingarútkomu fyrstu fæðingar. Þrjár vísindagreinar sem byggðar voru á þremur rannsóknum eru hluti af þessari ritgerð. Rannsóknin var unnin á Kvennadeild Landspítala og Táp sjúkraþjálfun.

English abstract

The overall objective of this doctoral project was to study the prevalence of pelvic floor dysfunction and bother related to this, and to investigate associations with delivery factors, in first-time mothers during the first months after childbirth. Another main objective was to study the influences of early physical therapy intervention on pelvic floor symptoms in a subgroup of symptomatic women. A third goal was to study the influence of pre-delivery physical stress on childbirth outcomes among elite athletes. Three articles are included in this thesis, based on three separate studies.

Um doktorsefnið

Þorgerður Sigurðardóttir er fædd 6. ágúst 1961 og ólst upp í Stykkishólmi. Hún lauk BS-prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1985 og MS-prófi í líf- og læknavísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2009. Meðfram doktorsnáminu og fyrir það hefur hún starfað sem sérfræðingur á sviði kvenheilsusjúkraþjálfunar við Táp sjúkraþjálfun. Auk þess hefur Þorgerður starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands, bæði við Námsbraut í sjúkraþjálfun og Hjúkrunarfræðideild. Hún hefur einnig verið leiðbeinandi í lokaverkefnum nema í sjúkraþjálfun og íþrótta- og heilsufræði, í grunnnámi og meistaranámi. Þorgerður hefur kynnt rannsóknir sínar á fjölda íslenskra og alþjóðlegra ráðstefna. Foreldrar Þorgerðar eru Elín Guðrún Sigurðardóttir ljósmóðir og Sigurður Ágústsson verkstjóri, sem er látinn. Þorgerður er gift Kristjáni Má Unnarssyni og búa þau í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn, Maríu, Kristínu Eygló, Ingunni Láru og Sigurð.

Þorgerður Sigurðardóttir ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands mánudaginn 14. desember 2020

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Þorgerður Sigurðardóttir