Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Sarah Sophie Steinhäser

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Sarah Sophie Steinhäser - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2019 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 26. september ver Sarah Sophie Steinhäuser doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Samskipti æðaþels og þekjuvefjar í framþróun brjóstakrabbameina. Heterotypic interactions between endothelial and cancer cells in breast cancer progression

Andmælendur eru dr. Zuzana Koledova, lektor við Læknadeild Masaryk University, Brno í Tékklandi, og dr. Guðrún Valdimarsdóttir, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor, og meðleiðbeinandi dr. Gunnhildur Ásta Traustadóttir, nýdoktor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Margrét Helga Ögmundsdóttir, lektor, Sævar Ingþórsson, aðjúnkt og Þórður Óskarsson, hópstjóri.

Ingibjörg Harðardóttir, prófessor og varaforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Ágrip af rannsókn

Aukinn skilningur á samskiptum krabbameinsfruma og umhverfis þeirra þ.m.t. millifrumuefnis, bandvefsfruma og æðaþelsfruma skiptir máli þar sem rannsóknir hafa sýnt að krabbameinsfrumur nýta sér umhverfi sitt til ífarandi æxlisvaxtar og meinvarpamyndunar. Markmið doktorsverkefnisins var að rannsaka samskipti eðlilegra (D492 og D492M) og illkynja (D492HER2) brjóstaþekjufruma við æðaþelsfrumur. Frumuæti sem D492HER2 krabbameinsfrumurnar seyttu frá sér örvaði æðavöxt og hvatti æðaþelsfrumurnar til framleiðslu á þáttum sem örvuðu skrið krabbameinsfruma. Með greiningu á innihaldi frumuætisins kom í ljós að krabbameinsfrumurnar seyttu frá sér próteininu “extracellular matrix protein 1, ECM1” sem orsakaði aukinn æðavöxt. Með því að óvirkja ECM1 var hægt að koma í veg fyrir æðavöxt. ECM1 örvaði NOTCH boðferla í æðaþelsfrumunum og með því að hindra þessa ferla var hægt að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar gætu örvað skrið krabbameinsfrumanna. Niðurstöður þessa verkefnis auka þekkingu á samskiptum krabbameinsfruma og æðaþelsfruma og opna fyrir þann möguleika að skilgreina betur ný lyfjamörk í brjóstakrabbameinum.

Abstract

Investigating heterotypic interactions between cancer cells and their microenvironment is important for improving understanding of how specific cell types support tumor growth and facilitate metastasis. In this project, crosstalk between isogenic non-tumorigenic (D492 and D492M) and tumorigenic (D492HER2) breast epithelial cell lines and endothelial cells (ECs) was studied. It was shown that conditioned media from D492HER2 increased endothelial network formation and induced an endothelial feedback resulting in increased cancer cell migration and invasion. It was confirmed that this was mediated by secretion of extracellular matrix protein 1 (ECM1), leading to upregulated NOTCH1 and NOTCH3 expression in ECs. Knockdown of ECM1 in D492HER2 and blocking of NOTCH signaling in ECs reduced the pro-angiogenic effect and the induction of the cancer-promoting endothelial feedback. Targeting this crosstalk may therefore provide opportunities for improved treatment and development of novel cancer treatments.

Um doktorsefnið

Sarah Sophie Steinhaeuser er fædd í Þýskalandi árið 1990. Hún lauk námi í líffræði árið 2013 frá University of Bremen. Sarah Sophie lauk meistaranámi í sameindalíffræði við Háskóla Íslands árið 2015 og í nóvember sama ár hóf hún doktorsnám við Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Háskóla Íslands, hjá Þórarni Guðjónssyni í samstarfi við alþjóðlega rannsóknarhópa.

Sarah Sophie Steinhäser ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands fimmtudaginn 26. september kl. 13:00

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Sarah Sophie Steinhäser