Skip to main content

Doktorsvörn í íslenskum bókmenntum: Katelin Marit Parsons

Doktorsvörn í íslenskum bókmenntum: Katelin Marit Parsons - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. nóvember 2020 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 27. nóvember 2020 fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Katelin Marit Parsons doktorsritgerð sína í íslenskum bókmenntum, Songs for the End of the World. The Poetry of Guðmundur Erlendsson of Fell in Sléttuhlíð. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. (Smelltu hér til að fylgjast með vörninni í streymi).

Andmælendur við vörnina verða dr. Andrew Wawn, prófessor emeritus í ensk-íslenskum bókmenntum við Háskólann í Leeds, og dr. Jürg Glauser, prófessor emeritus í norrænni textafræði við Háskólann í Zurich.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Margrétar Eggertsdóttur, rannsóknarprófessors á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands, dr. Matthew James Driscoll, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn, og dr. Margaret Ezell, prófessor við Texas A6M háskóla.

Gauti Kristmannsson, forseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Guðmundur Erlendsson í Felli í Sléttuhlíð telst meðal höfuðskálda á Íslandi á 17. öld. Í rannsókninni eru könnuð tengsl Guðmundar við nærsamfélagið og hlutverk kveðskapar og handritamenningar í því umhverfi en jafnframt höfð hliðsjón af stöðu Íslands á menningarlegum útjaðri Evrópu á öld mikilla umróta. Þrátt fyrir jaðarsetningu Íslands var landið ekki einangrað frá sjóþjóðum Atlantshafsins og bera kvæði og sálmar Guðmundar vitni um að Ísland hafi verið frjór jarðvegur fyrir aðkomubókmenntir og nýjar fregnir af fjarlægðum atburðum. Í síðasta hluta ritgerðarinnar er varðveisla kvæðabóka Guðmundar til skoðunar. Niðurstaða handritafræðilegrar athugunar er að aðeins ein þeirra hefur varðveist með vissu. Sú heitir Gígja og mun hafa verið upprunalega samsett í tilefni giftingar Margrétar dóttur Guðmundar um 1654. Brot úr eiginhandarriti Guðmundar að Gígju finnst í stærri syrpu sem mun hafa verið í eigu Skúla sonar Guðmundar. Gígjuhandritin eru flest skrifuð fyrir konur eða varðveitast í eigu kvenna og varpa frekara ljósi á þátttöku kvenna í íslenskri handritamenningu árnýaldar.

Um doktorsefnið
Katelin Marit Parsons er með BA próf í íslensku fyrir erlenda nemenda við Háskóla Íslands og MA í þýðingafræði frá sama skóla.

Katelin Marit Parsons

Doktorsvörn í íslenskum bókmenntum: Katelin Marit Parsons