Skip to main content

Doktorsvörn í í líffræði - Jed Macdonald

Doktorsvörn í í líffræði - Jed Macdonald - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. október 2019 13:00 til 14:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: Jed Macdonald

Heiti ritgerðar: Notkun líkana og kvarna til að lýsa útbreiðslu og ferðum fiska í sjó

Andmælendur: 
Dr. Audrey Geffen, prófessor við Háskólann í Bergen í Noregi 
Dr. Pierre Petitgas, IFREMER, Nantes í Frakklandi.

Leiðbeinandi: Dr. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.

Einnig í doktorsnefnd: 

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun
Dr. Geir Huse, frá Marine Research Institute, Bergen í Noregi.

Doktorsvörn stýrir: Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Ágrip:

Hreyfingar og hjarðhegðun dýra er heillandi og áhrifamikið sjónarspil sem hefur verið uppspretta ýmissa rannsókna. Fiskar eru meðal þeirra dýra sem sýna hvað mest sláandi dæmi um hjarðhegðun og margar heimildir eru til um slíkt atferli hjá nytjastofnum sem og öðrum lífverum sjávar.

Eftir því sem meiri vitneskja safnast um vitsmunalega getu fiska, sem og um breytileika á meðal einstaklinga innan sömu tegundar, vakna spurningar um hvaða þættir hafa mest áhrif á hegðun þeirra.

Þessi ritgerð samanstendur af fimm vísindagreinum þar sem notuð eru líkön til að lýsa útbreiðslu fiska í sjó með sérstakri áherslu á að skýra þætti sem hafa áhrif á úbreiðslu íslenskrar sumargotssíldar (Clupea harengus L.) við Ísland og rauðröndungs (Mullus surmuletus L.) í Norðursjó og Ermasundi.

Notaðar eru nýjar Bayesian aðferðir í líkanagerð sem eru samtvinnaðar við greiningar á efnainnihaldi kvarna til að skoða innri þætti (s.s. samhæft atferli, lýðfræðilega eiginleika, einstaklingsþroska) og ytri þætti (s.s. umhverfisþætti, veiðiálag, fæðuframboð) sem áhrif hafa á dreifingu þessarra mikilvægu nytjastofna.

Niðurstöðurnar sýna að með því að tengja saman innri og ytri þætti þá má betur lýsa göngum torfufiska. Þá er einnig sýnt fram á hvernig nýta má niðurstöðurnar við fiskveiðistjórnun, bæði við núverandi umhverfisaðstæður og einnig ef umhverfisaðstæður breytast.

Um doktorsefnið: 

Jed fæddist í Melbourne í Ástralíu árið 1979. Hann lauk BS prófi í vistfræði við Háskólann í Tasmaníu og meistaraprófi í fiskfræði frá sama skóla.
Eftir nokkurra ára starf við rannsóknir á ferskvatnsfiski í Ástralíu, Bretlandi og Suður Ameríku, hóf hann doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2013. 

Jed Macdonald

Doktorsvörn í í líffræði - Jed Macdonald