Skip to main content

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Haraldur B. Sigurðsson

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Haraldur B. Sigurðsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. desember 2019 10:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 18. desember ver Haraldur B. Sigurðsson doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Lífaflfræðilegir áhættuþættir krossbandaslita - Þróun sértækrar nálgunnar á úrvinnslu gagna. Biomechanical risk factors for ACL injury - Development of analysis methods specific to injury mechanism.

Andmælendur eru dr. Laura Claire Schmitt, dósent við Ohio State University og dr. Magnús Kjartan Gíslason, dósent við Háskólann í Reykjavík

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Kristín Briem prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Árni Árnason dósent, dr. Þórarinn Sveinsson prófessor, dr. Jón Karlsson prófessor og dr. Lynn Snyder-Mackler prófessor.

Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 10:00.

Ágrip af rannsókn

Markmið: Markmið doktorsverkefnis var að þróa og meta aðferðir til að vinna úr gögnum sértækt fyrir slit á fremra krossbandi til að síðar verði hægt að bera kennsl á áhættuþætti krossbandaslita. Allar rannsóknir að baki doktorsritgerðar byggja á hreyfigreiningum á handbolta og fótboltamönnum sem fram fóru á milli 2012-2019.

Rannsókn eitt lýsir tímapunktum hámarkskiðvægis, hámarksjarðkrafts, og hámarks innsnúningsvægis og mun milli þeirra hjá íþróttamönnum á aldrinum 9-12 ára. Niðurstöður rannsóknar voru að stúlkur á þessum aldri hafa að jafnaði minni tíma milli sinna krafta heldur en strákar sem gæti verið vísbending um að meiri fjöldi krafta verki á þeirra hné en stráka. Rannsókn tvö kynnir til sögunnar aðferð til klasagreiningar sem þróuð var fyrir hreyfigreiningargögn og miðast við að bera kennsl á mynstur sem fela í sér snemmbúna toppa kiðvægis með tímasetningu álíka tímasetningu krossbandaslita. Rannsókn þrjú athugar sambönd milli hreyfinga sem lýst hefur verið samhliða krossbandaslitum og snemmbúinna toppa fundna með klasagreiningu. Niðurstöður rannsókna tvö og þrjú eru að hægt er að bera kennsl á snemmbúna toppa með klasagreiningu, og að snemmbúnir toppar fylgjast að einhverju leiti að með hreyfingum sem eiga sér stað við krossbandaslit.

Samstarfsaðilar rannsóknarinnar eru Rannís sem styrkja rannsóknina, KSÍ sem hefur styrkt Harald til ráðstefnuferðar, Sigurður Brynjólfsson, Prófessor, Ólafur Pétur Pálsson, Prófessor, og íþróttafélög á höfuðborgarsvæði sem tóku þátt í rannsókninni.

Abstract

The aim of the doctoral thesis was to develop and evaluate methods of analyzing motion analysis data in a manner specific to the anterior cruciate ligament injury mechanism in order to identify candidate risk factors. The papers the thesis is built upon involve motion analysis data collected on soccer and handball athletes collected between the years 2012-2019.

Paper I analysis the early peak timing of the knee valgus moment, knee internal rotation moment, and the peak ground reaction force in athletes aged 9-12. The results were that girls in this age bracket have less time between force peaks, which could indicate a greater frequency of multiple forces acting on the knee simultaneously. Paper II presents a cluster analysis method developed for motion analysis data to identify movements with early peak knee valgus moments. Paper III analyzed the relationship between kinematics observed during anterior cruciate ligament injury, and early peaks identified with cluster analysis. The results of papers II and III are that early peak knee valgus moments can be identified with cluster analysis and that the clusters formed have relationships with the kinematics observed during injury.

Um doktorsefnið

Haraldur B. Sigurðsson er fæddur árið 1983 í Reykjavík. Hann hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, BSc í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands og MSc í Íþróttasjúkraþjálfun frá Lund. Haraldur hefur starfað m.a. starfað á Sunnuhlíð og Heilsuborg. Doktorsnám sitt við Háskóla Íslands hóf Haraldur 2016. Eiginkona Haralds er Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur.

Haraldur B. Sigurðsson ver doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands miðvikudaginn 18. desember.

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Haraldur B. Sigurðsson