Skip to main content

Doktorsvörn í eðlisfræði - Kasper Elm Heintz

Doktorsvörn í eðlisfræði - Kasper Elm Heintz - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. október 2019 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: Kasper Elm Heintz

Heiti ritgerðar: Skyggnst í sögu vetrarbrauta með hjálp gammablossa og dulstirna

Andmælendur: Dr. J. Xavier Prochaska, prófessor við University of California Observatories (UCO) - Lick Observatory, UC Santa Cruz, Bandaríkjunum
Dr. Valentina D'Odorico, vísindamaður við INAF - Trieste Astronomical Observatory, Ítalíu

Leiðbeinandi: Dr. Páll Jakobsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Jesus Zavala Franco, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Einar H. Guðmundsson, prófessor emeritus við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Doktorsvörn stýrir:
 Dr. Oddur Ingólfsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip

Megnið af hinu kalda, ójónaða efni í ungum alheimi, sem síðar myndar stjörnur og vetrarbrautir, er nánast ósýnilegt okkur. Þó geta björt fyrirbæri eins og gammablossar og dulstirni lýst upp þetta dimma efni. Markmið rannsóknarinnar er að nota þessi fyrirbæri sem nokkurs konar verkfæri til að fræðast um vetrarbrautir í gegnum tíðina.

Um doktorsefnið

Kasper Elm Heintz er fæddur 1991. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í stjarneðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2016 og hóf doktorsnám við Háskóla Íslands sama ár. Kasper er kvæntur Julie Elm Heintz og á einn son.

Kasper Elm Heintz

Doktorsvörn í eðlisfræði - Kasper Elm Heintz