Skip to main content

Doktorsvörn í almennri bókmenntafræði: Zachary Jordan Melton

Doktorsvörn í almennri bókmenntafræði: Zachary Jordan Melton - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. janúar 2023 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 12. janúar 2023 fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Zachary Jordan Melton doktorsritgerð sína í almennri bókmenntafræði, An Excuse for Violence: The Viking Image, Race, and Masculinity in U.S. Popular Culture. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. (Smellið hér til að fylgjast með vörninni í streymi).

Andmælendur við vörnina verða Angela Sorby, prófessor við Marquette háskólann, og Carl Phelpstead, prófessor við háskólann í Cardiff.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Jóns Karls Helgasonar, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd Ástráður Eysteinsson, prófessor við Háskóla Íslands, Emily Lethbridge, rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar og Tim Machan, prófessor við Notre Dame háskólann í Bandaríkjunum.

Gauti Kristmannsson, forseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Viðfangsefni ritgerðarinnar eru birtingarmyndir víkingsins í bandarískri dægurmenningu í sinni víðustu mynd. Ritgerðin er viðtökufræðileg rannsókn á norrænum miðaldabókmenntum sem er rannsóknarsvið sem hefur verið í stöðugum vexti síðastliðna þrjá áratugi. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að rannsaka hvernig kynþáttahyggja hvítra manna og ofbeldisfull karlmennskuímynd verða hluti af birtingarmynd víkingsins í Bandaríkjunum. Einnig er rannsakað hvaða menningarfyrirbæri, ásamt fordómum og hugmyndafræði einstakra höfunda, hafa haft áhrif á þessa birtingarmynd innan bæði skáldsagna og kvikmynda. Þó svo að fjallað hafi verið um kyn og kynþætti sem áhrifaþátt í viðtökum á norrænum miðaldabókmenntum í Bandaríkjunum hefur þetta viðfangsefni aldrei verið aðalviðfangsefnið fyrr en nú. Einnig er þetta fyrsta rannsóknin sem greinir og tekur afstöðu til þeirra áhrifa sem bandaríska ævintýraskáldsagan hafði á skilning Bandaríkjamanna á víkingum.

Um doktorsefnið

Zachary Jordan Melton lauk BA-prófi í ensku við Indiana Wesleyan University (2007) og meistaraprófi í Viking and Medieval Norse Studies við Háskóla Íslands (2017). Hann er einnig með diplómu í Viking Studies frá University of the Highlands and Islands (2014).

 

Zachary Jordan Melton.

Doktorsvörn í almennri bókmenntafræði: Zachary Jordan Melton