
Safnafræði
120 einingar - MA gráða
Uppbygging framhaldsnámsins við Háskóla Íslands miðast að því að auka skilning nemenda á flestum þáttum hefðbundins safnastarfs og samþáttun fræðilegra vinnubragða, rannsókna og kenninga. Áhersla er lögð á að gefa nemendum kost á að kynnast ítarlega safnastarfi og jafnframt að fylgjast með því sem hæst ber erlendis. Heimsóknir á söfn og menningarstofnanir eru mikilvægur þáttur í náminu.

Um námið
Námið er 120 einingar, þar af 30 eininga lokaverkefni, og lýkur með MA-prófi. Full námsframvinda á einu misseri miðast við 30e. Allir sem lokið hafa BA- eða BS-prófi með fyrstu einkunn (7,25) eða sambærilega prófgráðu geta sótt um að innritast í MA-nám í safnafræði.

Fjarnám
Til að auðvelda aðgengi að náminu er boðið upp á fjarkennslu í diplómanám í safnafræði og nám í safnafræði til MA-prófs. Fjarnámið er byggt upp í samvinnu við margvísleg söfn út um allt land og símenntunarstöðvar Háskóla Íslands í hverjum landshluta