Skip to main content

Steypireyðarverkefnið

Verkefninu var hrint af stað árið 2008 af Mariu Iversen rannsakanda og Dr. Marianne Rasmussen. Steypireyðarverkefnið (Balenoptera Musculus) er byggt á breytingum á dreifngu stofnsins, en frá árinu 2004 hafa steypireyðar sést í Skjálfandaflóa.

Steypireyðar sjást yfirleitt frá byrjun júní og út júnímánuð ár hvert. Með verkefninu er leitast við að auka vitneskju um hvali í útrýmingarhættu með mismundandi aðferðum; til að mynda með ljósmyndagreiningu einstakra hvala, hljóðupptökum, genasýnum, hegðunar- og ætisskráningum.

Sumarið 2011 bættist við nýr þáttur í rannsóknina. Steypireyðar voru merktar með AUSOMS mini í samvinnu við Dr. Tom Akamatsu og Mikkel Villum. Ótalmargir aðrir vinna að og leggja verkefninu lið, meðal annarra: Gísli Víkingsson (Hafrannsóknastofnun) og Hvalasafnið á Húsavík.

Steypireyður
Steypireyður