Skip to main content

Ferðastyrkir doktorsnema

Ferðastyrkir fyrir doktorsnema við Háskóla Íslands eru ætlaðir til að standa straum af kostnaði ráðstefnuferða erlendis og er ætlast til að doktorsneminn sé með faglegt framlag á þeirri ráðstefnu sem sótt er um styrk fyrir.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir almanaksárið 2024. 

Frá og með árinu 2023 verður hægt að sækja um ferðastyrki allt árið um kring. 

Einnig er hægt að sækja um styrk vegna námskeiða og sumarskóla erlendis, þó verður einungis unnt að veita styrki í þeim erindagjörðum, hafi sjóðurinn fjárhagslegt ráðrúm til þess lags styrkveitingar. Þátttaka í ráðstefnu, með faglegu innleggi, gengur að jafnaði fyrir við forgangsröðun styrkja.

Upphæð styrks er 100.000 kr. 

Árlegri skráningu hjá Nemendaskrá fyrir háskólaárið þarf að vera lokið svo umsókn teljist gjaldgeng í sjóðinn.

Nánari upplýsingar veitir Vísinda- og nýsköpunarsvið

Tengt efni