Skip to main content

Doktorsvörn í lyfjafræði - Xiaxia Di

Doktorsvörn í lyfjafræði - Xiaxia Di  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. janúar 2019 14:00 til 17:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 7. janúar ver Xiaxia Di doktorsritgerð sína í lyfjavísindum við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Leit að efnum með ónæmisbælandi áhrif úr íslenskum sjávarhryggleysingjum. Searching for immunomodulatory compounds from Icelandic marine invertebrates. 

Andmælendur eru dr. Valeria Costantino, prófessor við lyfjafræðideild University of Naples Federico II, Ítalíu, og dr. Guðmundur G. Haraldsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Leiðbeinendur voru dr. Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild, dr. Jóna Freysdóttir, prófessor við Læknadeild, og dr. Ingibjörg Harðardóttir, prófessor við Læknadeild. Auk þeirra sátu í doktorsnefndinni dr. Margrét Þorsteinsdóttir og dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessorar við Lyfjafræðideild. 

Dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lyfjafræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Öskju, stofu 132, og hefst kl. 14:00.

Ágrip af rannsókn

Markmið verkefnisins var að einangra og skilgreina efnabyggingar nýrra og þekktra efna með ónæmisbælandi áhrif úr sjávarhryggleysingjum úr sjónum í kringum Ísland. Í fyrsta og öðrum hluta rannsóknarinnar var notuð lífvirknileidd einangrun til að einangra úr sjávarsvömpum hreinar fjölómettaðar fitusýrur og fitusækna efnaþætti með ónæmisbælandi áhrif. Í síðari hlutum rannsóknarinnar var efnainnihald úrdrátta úr sjávarsvampinum Geodia barretti og mosadýrinu Flustra foliacea skimað og greint með UPLC-qTOF-MS sem leiddi í ljós nítján nýja og sextán þekkta alkalóíða, þar með talin díketópíperasín (DKP) hringlaga tvípeptíð, brómuð kínolínón, oxindól, pyrróló[2,3-b]indól, indól og imidazól afleiður. Skimað var eftir ónæmisbælandi áhrifum einangraðra efna í angafrumulíkani og höfðu sum þeirra áhrif á seytun angafrumnanna á frumuboðefnunum IL-12p40 og IL-10 og getu þeirra til að sérhæfa T frumur í Th1 frumur. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að hafsvæðið umhverfis Ísland geti verið góð uppspretta lífvirkra efna sem hægt er að rannsaka frekar og e.t.v. þróa sem lyfjasprota til að meðhöndla sjúkdóma þar sem bólga kemur við sögu.

Abstract

The aim of the study was to isolate and identify new and known compounds with immunomodulatory activity from marine invertebrates collected in Icelandic waters. In the first and second parts of the study, a bioassay-guided isolation method was successfully exploited to identify pure polyunsaturated fatty acids and lipophilic fractions from marine sponges, which had immunomodulatory effects. In the later parts of this study, crude extracts from the marine sponge Geodia barretti and the bryozoan Flustra foliacea were chemically profiled by UPLC-qTOF-MS and the chemical investigation resulted in identification of nineteen new and sixteen previously known alkaloids, including diketopiperazine (DKP) cyclic dipeptides, brominated quinolinones, oxindoles, pyrrolo[2,3-b]indoles, indoles and imidazoles derivatives. All the isolated compounds were screened for immunomodulatory activity using dendritic cell (DC) model and some affected DC secretion of the cytokines IL-12p40 and IL-10 as well as the ability of the DCs to direct differentiation of co-cultured T cells to a Th1 phenotype. These studies indicate that the marine environment around Iceland may be a rich source of biological compounds, which could be investigated further with regard to their potential of becoming a drug lead for treatment of inflammatory related diseases.

Um doktorsefnið

Xiaxia Di er fædd árið 1987 í Kína en flutti til Íslands árið 2014. Hún lauk BS prófi í lyfjafræði frá Hebei-háskóla árið 2010 og MS prófi í efnafræði náttúruefna frá Shandong-háskóla árið 2013. Árin 2013-2014 starfaði hún sem vísindamaður hjá CSPC Pharma í Shijiazhuang í Kína. Xiaxia er dóttir Zhenlun Di, kaupsýslumanns og Xueyun Bai, verslunarkonu.

Xiaxia Di ver doktorsritgerð sína í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands mánudaginn 7. janúar kl. 14:00

Doktorsvörn í lyfjafræði - Xiaxia Di