Grunnnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Grunnnám

Netspjall

Við Matvæla- og næringarfræðideild er boðið upp á BS-nám í matvælafræði og næringarfræði. BS-námið er 180 einingar til þriggja ára.

BS-námið er mjög fjölbreytt og kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum, dæmatímum, verklegum æfingum og verkefnavinnu. BS-nám í matvælafræði og næringafræði veita mjög góðan undirbúning fyrir framhaldsnám og margvísleg atvinnutækifæri.

Í náminu er lögð áhersla á:

  •  Sjálfstæði 
  •  Vísindaleg vinnubrögð
  •  Lausnamiðað nám
  •  Raunhæf verkefni
  • Nýsköpun

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í matvælafræði skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi.  Æskilegt er að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut. Auk þess er mælt með að taka áfanga af kjörsviðum efnafræði, stærðfræði, líffræði og eðlisfræði.  Ef nám er stundað á öðrum bóknámsbrautum þ.e. félagsfræði- eða málabraut, er nauðsynlegt að bæta við áföngum sem veita sambærilegan undirbúning í efnafræði og stærðfræði, auk eðlisfræði og líffræði.

Til að hefja nám í næringarfræði skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi, æskilegur undirbúningur er stúdentspróf af náttúrufræðibraut.  Ef nám er stundað á öðrum bóknámsbrautum þ.e. félagsfræða- eða málabraut, er æskilegt að bæta við áföngum sem veita sambærilegan undirbúning í efnafræði.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.