Skip to main content

Nemendaþjónusta Heilbrigðisvísindasviðs

Á Heilbrigðisvísindasviði er mikið lagt upp úr því að veita nemendum góða þjónustu. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru jafnan fyrsti viðkomustaður nemenda. Þær geta veitt upplýsingar varðandi nám og námsframvindu eða vísað nemendum áfram á viðeigandi tengilið innan háskólans.

Heilbrigðisvísindasvið stendur fyrir sameiginlegri móttöku á haustin fyrir alla nýja nemendur við sviðið. Sviðið kemur að rekstri Heilbrigðisvísindabóksafns fyrir nemendur og kennara í samvinnu við Landspítala. Nemendur geta nýtt sér heilbrigðisþjónustu sem boðið er upp á við sviðið, svo sem tannlæknaþjónustu og sálfræðiráðgjöf. Nemendur Heilbrigðisvísindasviðs eru einnig hvattir til að kynna sér alla þá fjölbreyttu þjónustu sem Háskóli Íslands veitir.