Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 13. apríl 2023

4/2023

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2023, fimmtudaginn 13. apríl var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Arnar Þór Másson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Davíð Þorláksson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Katrín Atladóttir, Katrín Björk Kristjánsdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Silja Bára R. Ómarsdóttir, Vilborg Einarsdóttir og Þorvaldur Ingvarsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hún verið samþykkt með rafrænni undirritun. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur. Loks spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og greindi Silja Bára frá því að hún myndi víkja af fundi undir dagskrárlið 4.

2.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.

a.    Fjármálaáætlun ríkisstjórnar 2024-2028. Staða mála.
Inn á fundinn komu Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri sameiginlegrar stjórnsýslu, og Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs. Rektor og Jenný Bára fóru yfir helstu atriði fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið 2024-2028 er varða háskóla og vísindi. Málið var rætt ítarlega.

b.    Drög ársreiknings Háskóla Íslands fyrir árið 2022.
Jenný Bára fór yfir drög ársreiknings Háskóla Íslands fyrir árið 2022. Málið var rætt og svaraði Jenný Bára spurningum.

c.    Kjaramál. Staða samninga, sbr. síðasta fund.
Guðmundur R. greindi frá stöðu mála varðandi gerð kjarasamninga við félög starfsfólks við Háskóla Íslands, en fyrri samningar runnu út 31. mars sl. Fram kom m.a. að samninganefnd Félags háskólakennara hefur undirritað kjarasamning sem verður borinn undir félagsmenn á næstu dögum. Samningaviðræður við Félag prófessora við ríkisháskóla standa enn yfir. Málið var rætt.

Jenný Bára vék af fundi.

3.    Nefnd um störf háskólaráðs á undangengnu starfsári ráðsins, sbr. 10. gr. starfsreglna ráðsins.
Rektor gerði grein fyrir málinu. Í 10. gr. starfsreglna háskólaráðs Háskóla Íslands segir að fyrir lok hvers starfsárs skuli ráðið taka saman greinargerð um störf sín á undangengnu starfsári og leggja mat á árangur og gera eftir atvikum tillögu til úrbóta. Háskólaráð skipar úr sínum röðum fjögurra manna nefnd sem annast matið og ritar greinargerðina. Í nefndinni er einn fulltrúi hvers hóps sem myndar háskólaráð, þ.e. einn fulltrúi háskólasamfélagsins, einn tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra, einn valinn af háskólaráði og einn fulltrúi stúdenta. Varaforseti háskólaráðs er formaður nefndarinnar og situr hann jafnframt fyrir þann hóp sem hann er fulltrúi fyrir í ráðinu. Rektor bar upp tillögu um að nefndin verði að þessu sinni skipuð þeim Ólafi Pétri Pálssyni, varaforseta háskólaráðs, Vilborgu Einarsdóttur, Davíð Þorlákssyni og Brynhildi Ásgeirsdóttur. Nefndin mun leggja fram greinargerð sína á fundi háskólaráðs í júní nk.
– Samþykkt einróma.

4.    Málefni Happdrættis Háskóla Íslands, sbr. síðasta fund.
Silja Bára vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Inn á fundinn komu Víðir Smári Petersen, dósent og formaður stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), og Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, og ræddu þróun málefna HHÍ frá síðasta fundi háskólaráðs. Málið var rætt og svöruðu Víðir Smári og Bryndís spurningum fulltrúa í háskólaráði.

Víðir Smári og Guðmundur R. viku af fundi.

Kaffihlé.

5.    Málefni vísindamanna á flótta.
Inn á fundinn komu Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi, og Friðrika Harðardóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs. Gerðu þau grein fyrir stöðu mála varðandi vísindamenn á flótta og aðild Háskóla Íslands að samtökunum Scholars at Risk. Málið var rætt og svöruðu Arnar og Friðrika spurningum.

Arnar og Friðrika viku af fundi.

6.    Málefni Fasteigna Háskóla Íslands ehf., sbr. fund ráðsins 2. febrúar sl.
Inn á fundinn komu Daði Már Kristófersson, prófessor og formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands ehf., og Guðmundur R. Jónsson. Daði Már greindi frá málefnum félagsins. Málið var rætt.

Daði Már vék af fundi.

7.    Saga.
a.    Kynning á mögulegu fyrirkomulagi starfsemi í húsinu.

Inn á fundinn komu Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, og Kristján Garðarsson, arkitekt. Kolbrún, Kristinn og Kristján kynntu mögulegt fyrirkomulag starfsemi í Sögu. Málið var rætt og svöruðu gestir fundarins spurningum.

b.    Skoðunarferð um Sögu.
Að kynningu lokinni var farið í skoðunarferð um Sögu.

8.    Bókfærð mál.
a.    Frá skrifstofu rektors: Lagfæring tilvísana í reglur nr. 569/2009 í reglum nr. 844/2001.
– Samþykkt.

b.    Tillaga um fulltrúa Háskóla Íslands í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. eru Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, formaður, Arna Hauksdóttir, prófessor og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármögnunar og fjárstýringar hjá Marel hf., og Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeris ehf. og stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja. Fyrsti varamaður er Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, og annar varamaður er Stefán Þór Helgason, sérfræðingur hjá Ríkiskaupum. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn.

c.    Frá vísindanefnd: Tillaga um að rektor undirriti f.h. Háskóla Íslands CoARA samkomulagið um endurskoðun rannsóknamats í Evrópu, sbr. fund ráðsins 8. desember sl.
– Samþykkt.

d.    Frá Félagsvísindasviði: Tillaga um breytingu á 94. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, varðar 90 eininga M.Acc.-próf í reikningsskilum og endurskoðun – og tillaga um breytingu á 86. gr. sömu reglna er varðar breytingu á heiti námsleiðar.
– Samþykkt.

e.    Frá Menntavísindasviði: Tillaga um samning vegna tímabundins hlutastarfs Kristjáns Kristjánssonar, prófessors við Háskólann í Birmingham, Englandi, við Háskóla Íslands.
– Samþykkt.

f.    Frá samráðsnefnd um kjaramál: Tillaga að breytingu á 5. gr. verklagsreglna um greiðslur vegna aukastarfa innan Háskóla Íslands sem kostuð eru af öðru fé en opinberum fjárveitingum til Háskóla Íslands.
– Samþykkt.

g.    Frá Félagsvísindasviði: Tillaga að breytingu á heiti Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands, ásamt tillögu að breytingu á reglum nr. 549/2010.
– Samþykkt.

h.    Nýr aðstoðarrektor vísinda frá 1. júlí 2023.
– Samþykkt. Nýr aðstoðarrektor vísinda, sem tekur við af Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, prófessor, er lætur af störfum að eigin ósk, verður Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði. Ráðningartími Ingibjargar verður frá 1. júlí 2023 út ráðningartíma Guðbjargar Lindu, þ.e. til 30. júní 2025.

i.    Stjórn styrktarsjóða Háskóla Íslands 2023-2025.
– Samþykkt. Skipan stjórnar verður óbreytt næstu þrjú ár, þ.e. til ársloka 2025. Stjórn styrktarsjóðanna er skipuð þeim Gylfa Magnússyni, prófessor við Viðskiptafræðideild, sem er formaður, Ólöfu Vigdísi Ragnarsdóttur, lögfræðingi og verkefnisstjóra á vísinda- og nýsköpunarsviði, og Jóhanni Ómarssyni, viðskiptafræðingi. Varamaður er Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

j.    Stjórn Afreks- og hvatningarsjóðs stúdenta Háskóla Íslands.
– Samþykkt. Stjórn Afreks- og hvatningarsjóðs stúdenta Háskóla Íslands er skipuð þeim Steinunni Gestsdóttur, prófessor og aðstoðarrektor kennslu og þróunar, formaður, Ólafi Pétri Pálssyni, prófessor og varaforseta háskólaráðs, og Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor og fulltrúa í háskólaráði. Skipunartími stjórnar er til þriggja ára, þ.e. til 30. júní 2026.

9.    Mál til fróðleiks.
a.    Úthlutun nýdoktorastyrkja 2023.
b.    Úthlutun úr Tækjakaupasjóði Háskóla Íslands 2023.
c.    Úthlutun styrkja til stuðnings við samfélagsvirkni.
d.    Fjárveitingabréf skv. 28. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
e.    Ársskýrsla Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2022.
f.    Upplýsingafundur rektors 30. mars 2023.
g.   Samningur um aukið framboð háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun.
h.   Oculis – sprotafyrirtæki Háskóla Íslands – skráð á Nasdaq.
i.    Fréttabréf Háskólavina, dags. 30. mars 2023.
j.    “Fjármagna þarf háskólastigið betur” – viðtal við rektor í Sprengisandi á Bylgjunni.

 
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.40.