Verðlaunuð fyrir bestu vísindagreinina í talmeinafræði | Háskóli Íslands Skip to main content
31. október 2019

Verðlaunuð fyrir bestu vísindagreinina í talmeinafræði

Kathryn Crowe, nýdoktor í talmeinafræði við Háskóla Íslands, hlýtur ásamt samstarfskonu sinni ritstjórnarverðlaun Bandarísku talmeinafræðisamtakanna (American Speech-Language-Hearing Association) fyrir bestu vísindagreinina sem birtist í tímaritinu American Journal of Speech-Language Pathlogy á síðasta ári.

Greinin ber yfirskriftina „Children´s Consonant Acquisition in 27 Languages: A Cross-Linguistic Review“. Þar draga þær Kathryn og Sharynne McLeod saman yfirlit yfir máltöku barna á samhljóðum í 27 mismunandi tungumálum, þar á meðal íslensku. Við vinnslu greinarinnar rýndu þær í 60 rannsóknir á máltöku samhljóða hjá yfir 26 þúsund börnum. Markmiðið með greininni er m.a. að veita talmeinafræðingum upplýsingar um almenn einkenni máltöku samhljóða en rannsóknin leiðir m.a. í ljós að við fimm ára aldur hafa flest börn náð tökum á flestum samhljóðum í tungumálinu sem talað er í umhverfi þeirra. 

Kathryn og samstarfskona hennar, Sharynne McLeod, tóku saman yfirlit yfir máltöku barna á samhljóðum í 27 mismunandi tungumálum, þar á meðal íslensku. Við vinnslu greinarinnar rýndu þær í 60 rannsóknir á máltöku samhljóða hjá yfir 26 þúsund börnum.

Ritstjórnarverðlaun Bandarísku talmeinafræðisamtakanna eru veitt fyrir vísindagreinar sem þykja hafa mikil áhrif innan greinarinnar og uppfylla stífar kröfur um gæði rannsóknar.

Verðlaunin fyrir bestu vísindagreinina verða veitt á árlegu þingi American Speech-Language-Hearing Association sem fram fer í Orlando í Bandaríkjunum um miðjan nóvember. Þess má geta að yfir 200 þúsund manns eiga aðild að samtökunum.

Kathryn Crowe