Skip to main content
8. desember 2016

Sýningin Ísland í heiminum og heimurinn í Íslandi opnuð

""

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði nýverið sýninguna Ísland í heiminum og heimurinn í Íslandi við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningarhöfundar eru Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir, prófessorar í mannfræði við Háskóla Íslands, en þær unnu að henni í samvinnu við Þjóðminjasafnið.

Rúmlega 200 manns voru viðstaddir opnunina en eftir ávarp forsetans fluttu þær Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Kristín Loftsdóttir stutt þakkarorð.

Sýningin er tengd rannsóknarverkefninu „Íslensk sjálfmynd í kreppu“ sem fékk styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Rannís. Umfjöllunarefnið er þverþjóðleiki og fordómar á Íslandi þar sem hreyfanleiki fólks og hugmynda er í forgrunni.

Annað fræðifólk sem kemur að sýningunni eru Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði, Anna Wojtynska, Guðbjört Guðjónsdóttir og Eyrún Eyþórsdóttir, doktorsnemar í mannfræði, Nína Rós Ísberg, doktor í mannfræði, og Íris Ellenberger, nýdoktor við Sagnfræðistofnun.

Í veglegri sýningaskrá sem gefin er út af Þjóðminjasafninu má lesa nánar um rannsóknir þeirra einstaklinga sem koma að sýningunni.

Sýningin er í Bogasal Þjóðminjasafnsins, hún er opin fram á vor og eru allir velkomnir.

Aðstandendur sýningarinnar - Mynd frá Þjóðminjasafninu
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson - Mynd er frá Þjóðminjasafninu
Rúmlega 200 manns voru viðstaddir opnun sýningarinnar - Mynd er frá Þjóðminjasafninu
Kristín Loftsdóttir flytur ávarp - Mynd er frá Þjóðminjasafninu
Sýningin í Þjóðminjasafni - Mynd er frá Þjóðminjasafninu
Aðstandendur sýningarinnar - Mynd frá Þjóðminjasafninu
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson - Mynd er frá Þjóðminjasafninu
Rúmlega 200 manns voru viðstaddir opnun sýningarinnar - Mynd er frá Þjóðminjasafninu
Kristín Loftsdóttir flytur ávarp - Mynd er frá Þjóðminjasafninu
Sýningin í Þjóðminjasafni - Mynd er frá Þjóðminjasafninu