Skip to main content
18. október 2022

Sýningin #Égvilvinna opnuð á Háskólatorgi

Sýningin #Égvilvinna  opnuð á Háskólatorgi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands opnuðu í gær sýninguna #Égvilvinna á neðri hæð Háskólatorgs. Sýningin er ákall um að opna tækifæri fyrir fólk með þroskahömlun á vinnumarkaði.

Nemendur deila reynslu sinni af vinnumarkaðnum og vekja athygli á að fólk með þroskahömlun á fullt erindi á almennan vinnumarkað. Rannsóknarniðurstöður benda til að útskrifuðum nemendum úr diplómanáminu gangi almennt betur að fá atvinnu á almennum vinnumarkaði en fötluðu fólki sem ekki hefur tækifæri á háskólamenntun.

Samkvæmt nemendum þarf vinnumarkaðurinn að vera opnari því tækifærin liggja í fólkinu sjálfu, hæfileikum þess og framlagi. Hér má sjá ákall frá nokkrum nemendum námsins: 

  • „Mér finnst fatlaðir einstaklingar fá mjög fá tækifæri til að vinna við það sem þeir vilja raunverulega vinna við.“ 
  • „Vinnumarkaðurinn tekur eiginlega ekki tillit til fatlaðs fólks og neitar að ráða þau og sumir, ef ekki flestir, vinnustaðir eru ekki með aðgengi fyrir fatlaða t.d. rampa eða lyftur.“ 

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, opnaði sýninguna, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs HÍ, flutti erindi og Lára Þorsteinsdóttir, nemi í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun, fjallaði um markmið og mikilvægi sýningarinnar.

Sýningin stendur frá 17. til 31. október á neðri hæð Háskólatorgs.

Aðstandendur sýningarinnar ásamt rektor og forseta Menntavísindasviðs