Nýtt rit um nám á frístundaheimilum | Háskóli Íslands Skip to main content
1. júní 2021

Nýtt rit um nám á frístundaheimilum

Nýtt rit um nám á frístundaheimilum  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komið nýtt þemahefti um starfsemi frístundaheimila en stjórnvöld gáfu nýverið út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum hér á landi. Heftið ber heitið „Frístundaheimili - Leikur og nám á forsendum barna“ og er í ritstjórn Oddnýjar Sturludóttur, aðjúnkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.  

„Leiðarljós íslenskra frístundaheimila er að bjóða börnum fjölbreytt frístunda- og tómstundastarf með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Þemaheftinu er ætlað að styðja við frístundaheimili sem mikilvægan og órjúfanlegan hluta af menntun ungra barna,“ segir Oddný en þemaheftið er fyrsta ritið í ritröð stjórnvalda tengd innleiðingu menntastefnu til 2030. 

Stjórnendur og starfsfólk frístundaheimila er boðið hjartanlega velkomið á rafrænan útgáfu- og kynningarfund miðvikudaginn 2. júní kl. 9.30. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands ávarpa fundinn. Auk þess kynnir Oddný þemaheftið og Ingimar Guðmundsson forstöðumaður í frístundaheimilinu Bungubrekku í Hveragerði lýsir því hvernig viðmið um gæði nýtast við uppbyggingu starfs í frístundaheimilum. 

Út er komið nýtt þemahefti um starfsemi frístundaheimila en stjórnvöld gáfu nýverið út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum hér á landi. MYND/Styrmir Kári fyrir Morgunblaðið