Skip to main content
15. janúar 2021

Lauk doktorsprófi hinu meira við Ludwig-Maximilians-Universität

Lauk doktorsprófi hinu meira við Ludwig-Maximilians-Universität - á vefsíðu Háskóla Íslands

Jan Alexander van Nahl, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Íslensku- og menningardeild, lauk nýverið doktorsprófi hinu meira (“Habilitation”) í íslenskri bókmenntafræði við Ludwig-Maximilians-Universität í München, Þýskalandi.

Habilitationsverkefni hans hófst formlega í febrúar 2018 og studdist m.a. við rannsóknarverkefni sem hann vann í starfi sínu sem nýdoktor við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar frá 2014 til 2017. Hluti af Habilitationsverkefni Jans Alexanders var ritgerð um konungasögur (Fagrskinnu, Heimskringlu, Morkinskinnu) sem verður gefin út hjá forlaginu De Gruyter.

Nánari upplýsingar um verkefnið (á þýsku og ensku) má finna hér.

Jan Alexander van Nahl