Skip to main content
6. október 2022

Hvaða máli skipta menntavísindi? – Opnunarmálstofa Menntakviku í streymi

Hvaða máli skipta menntavísindi? – Opnunarmálstofa Menntakviku í streymi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir hinni árlegu og geysivinsælu ráðstefnu Menntakviku dagana 6. og 7. október þar sem kynntar verða nýjustu rannsóknir sem tengjast uppeldis- og menntavísindum og skóla- og frístundastarfi í landinu. Sérstök opnunarmálstofa fer fram fimmtudaginn 6. október kl. 15 með þátttöku ráðherra og stórs hóps skólafólks og verður hún send út í streymi líkt og allar málstofur ráðstefnunnar. 

Menntakvika fer nú á ný fram í húsakynnum Menntavísindasviðs í Stakkahlíð en jafnframt verður streymt frá öllum málstofum sem eru 61 talsins. Kynntar verða yfir 200 rannsóknir að þessu sinni sem snerta m.a. umbóta- og nýsköpunarverkefni á öllum skólastigum, gæði kennslu, hreyfingu og heilsu barna og ungmenna, tilfinningar, líðan og hegðun skólabarna, inngildandi skólastarf, mál og málþroska á yngri skólastigum, jaðarhópa í skólasamfélaginu, menntun kennara og loftslagsfræðslu.

Opnunarmálstofa Menntakviku hefur yfirskriftina „Hvaða máli skipta menntavísindi?“ Markmið hennar er að ræða brýnar áskoranir menntakerfisins, stefnu stjórnvalda og hlutverk menntavísinda. Rætt verður um hvernig styðja megi við innleiðingu menntastefnu nýrra ráðherra og brýnustu áskoranir.

Opnunarmálstofu verður streymt hér

Dagskrá

Kl. 15.00 – Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs – Ávarp
Kl. 15.10 – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – Erindi
Kl. 15.20 – Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra – Erindi
Kl. 15.30 – Pallborð með ráðherrum og eftirfarandi þátttakendum:

  • Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara
  • Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið
  • Sigyn Blöndal, sérfræðingur í innanlandsteymi UNICEF á Íslandi
  • Artëm Ingmar Benediktsson, nýdoktor Inland Norway University of Applied Sciences.
  • Kl. 16.15 – Undirritun viljayfirlýsingar um fagháskólanám í leikskólafræðum.

Léttar veitingar í boði að loknum umræðum.

Dagskrá Menntakviku í heild sinni má finna á vef ráðstefnunnar.

Stakkahlíð