Skip to main content

Samstarf við Læknadeild

Samstarf við Læknadeild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Læknadeild á farsælt samstarf við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir innanlands og utan. Tengsl deildarinnar við atvinnulífið eru góð. 

Háskóli Íslands starfar í alþjóðlegu umhverfi og Læknadeild er í samstarfi við fjölmarga erlenda háskóla og rannsóknastofnanir um rannsóknir, nemendaskipti, starfsmannaskipti og fleira.

Öllum nemendum deildarinnar gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og fjöldi erlendra nema stundar nám við deildina ár hvert.

Alþjóðlegt samstarf

Læknadeild leggur ríka áherslu á alþjóðleg samskipi í öllu starfi sínu og vinnur stöðugt að því að styrkja þau og efla.

Alþjóðasvið Háskóla Íslands annast formleg samskipti Háskólans við erlendar menntastofnanir og veitir stúdentum, kennurum og deildum Háskóla Íslands ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf. 

Háskóli Íslands á samstarf við mörg hundruð erlenda háskóla um nemendaskipti, rannsóknir, starfsmannaskipti og fleira.

Samstarfskólarnir eru á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndum í gegnum Nordplus, í Evrópu í gegnum Erasmus, Isep og Maui net til Bandaríkjanna, Crepuq net til Kanada, Aen net til Ástralíu og einnig eru fjölmargir tvíhliðasamningar við einstaka háskóla vítt og breitt.

  • Stúdentar og kennarar geta sótt um styrki gegnum Nordplus áætlunina
  • Stúdentar, kennarar og annað starfsfólk geta sótt um styrki gegnum Erasmus áætlunina

Önnur samstarfsnet (utan Evrópu) felast fyrst og fremst í samstarfi varðandi stúdentaskipti og fela í sér niðurfellingu á skólagjöldum við gestaskólann. Tvíhliðasamningar geta verið nokkuð breytilegir en í flestum þeirra felst samstarf varðandi stúdenta- og starfsmannaskipti auk ýmiss almenns samstarfs (t.d. rannsóknasamstarf, aðgang að gögnum o.fl.)