Inntökupróf Læknadeildar | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökupróf Læknadeildar

Inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands (fyrir læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði) verður haldið fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. júní 2020. Alls samanstendur prófið af sex tveggja tíma próflotum.

Umsóknarfrestur og skilafrestur fylgigagna er til 20. maí 
Umsókn um grunnnám í læknisfræði eða sjúkraþjálfunarfræði er það sama og skráning í inntökupróf Læknadeildar. Athugið að einungis er hægt að sækja um eina námsleið í grunnnámi, sé sótt um oftar er það nýjasta umsóknin sem gildir.

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað sambærilegt próf og skal því lokið þegar inntökuprófið er þreytt. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfestu afriti af prófsskírteini, eða staðfestingu um að prófi verði lokið áður en til inntökuprófs kemur, hefur verið skilað til Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík. 
Athugið að umsækjendur sem í umsóknarferlinu veita HÍ leyfi til að sækja rafrænt stúdentsprófsskírteini sitt úr Innu þurfa ekki að skila fylgigögnum á pappír.

Greiðslufrestur próftökugjalds er til 2. júní fyrir kl. 16:00
Að umsóknarfresti loknum verða sendar út kröfur fyrir próftökugjaldi kr 20.000,- í netbanka umsækjenda með eindaga þriðjudaginn 2. júní og þarf hún að greiðast í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 þann dag. Próftökuréttur er háður þessum greiðslufrest og próftökugjaldið er óendurkræft. Engar undantekningar eru gerðar á þessu ákvæði!

Gátlisti fyrir umsækjendur
Í gátlistanum er að finna yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar sem umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel. Skráning í inntökuprófið er strangt og nákvæmt ferli og því er mjög mikilvægt að umsækjendur virði tímafresti sem upp eru gefnir til að tryggja sér próftökurétt!

 

Þessi upplýsingasíða verður næst uppfærð eftir að skráningu lýkur.

Hafðu samband við skrifstofu Læknadeildar í síma 525 4899 eða á netfang medicine@hi.is hafir þú fyrirspurnir eða athugasemdir.

Tengt efni:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.