Skip to main content

Inntökuskilyrði

Netspjall

Grunnnám

BS-nám í sálfræði

Krafist er stúdentsprófs til að hefja grunnnám. Skráning í grunnnám fer fram hjá Nemendaskrá Háskóla Íslands. Hægt er að sækja um rafrænt en senda þarf staðfest afrit af stúdentskírteini (bæði einkunnum og skírteininu sjálfu) til Nemendaskrár Háskóla Íslands, Sæmundargötu 6, 101 Reykjavík.

Framhaldsnám

MS-nám í hagnýtri sálfræði

Námið er aðeins opið þeim sem lokið hafa 120 eða 180 eininga BA/BS-námi í sálfræði. Nemendur sem hafa tekið sálfræði sem aðalfag (120e) geta fengið aðgang ef aukafag þeirra (60e) hefur skýra tengingu við námið. Að jafnaði skal miða við að umsækjandi hafi fyrstu einkunn á BA- eða BS-prófi eða hafi sýnt fram á námshæfni og hæfni í sjálfstæðum rannsóknum.
Námsgráður í sálfræði frá öðrum háskólum en Háskóla Íslands eru metnar með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Fjöldi nýrra nemenda í meistaranám í hagnýtri sálfræði takmarkast við 15.

Ef umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn byggist val á eftirtöldum sjónarmiðum:

 • Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða röðun aðaleinkunnar á lokaprófi í sálfræði.
 • Öðru námi eða námi samhliða BS/BA-prófi í sálfræði og hve vel það gagnast á því kjörsviði sem nemandi sækir um.
 • Greinargerðum um fræðileg og fagleg áform í námi og starfi. Hámark ein bls.
 • Starfsreynslu umsækjenda
 • Rannsóknareynslu og birtingu fræðigreina
 • Meðmælabréfi
 • Frammistöðu í viðtölum ef þurfa þykir

Cand. psych. nám

Að jafnaði er námið aðeins opið þeim er lokið hafa 180 eininga BA/BS-námi í sálfræði með fyrstu einkunn. Námsgráður í sálfræði frá öðrum háskólum en Háskóla Íslands eru metnar með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Fjöldi nýrra nemenda í framhaldsnámi í sálfræði (til cand. psych.-gráðu með starfsréttindi skv. lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012) takmarkast við 20.

Ef umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn byggist val nemenda á eftirtöldum sjónarmiðum:

 • Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða röðun aðaleinkunnar á lokaprófi í sálfræði
 • Námi að loknu BS/BA-prófi í sálfræði
 • Rannsóknareynslu og birtingu fræðigreina
 • Starfsreynslu umsækjenda
 • Greinargerðum um fræðileg og fagleg áform í námi og starfi. Hámark ein bls.
 • Meðmælabréfi
 • Viðtölum ef þurfa þykir
 • Inntökuprófi ef þurfa þykir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
6 + 12 =
Leystu þetta einfalda dæmi og settu inn niðurstöðuna. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.