Skip to main content

Grænfáninn

Háskóli Íslands er Grænfánaskóli frá mars 2020

Verkefnið er samvinnuverkefni umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ og starfsmanns sjálfbærni- og umhverfismála í HÍ. Að auki er vonin sú að sem flestir starfsmenn og nemendur leggi verkefninu lið hvort sem það er með hugmyndum eða beinu vinnuframlagi til umhverfismála.

Í ár eru markmið okkar loftslagsbreytingar í gegnum fræðslu, mótvægisaðgerðir, neyslu&úrgang og samgöngur.

"Loftslagsdagur HÍ og SHÍ 2020"

Skólaárið 2020-2021 hefur verið með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem fjarkennsla hefur verið áberandi og lítil viðvera nemenda í Háskólanum, ásamt því að ekkert viðburðahald hefur verið leyft hingað til. Vegna þessa var lögð áhersla á fræðslu í netheimum, og hvatt var til umhugsun stúdenta um umhverfismál í gegn um fræðslu og leiki. Þemavikur voru skipulagðar út frá því hvað nefndin taldi gæti nýst stúdentum best við fræðsluna, en flokkunarhelgi var til dæmis haldin stuttu fyrir jól og snerist fræðslan því að endurvinnslu og nýtingu á umhverfisvænum hlutum í tengslum við hátíðarnar.

Yfir skólaárið voru haldnar þemavikur í hverjum mánuði sem tengdust markmiðum nefndar í ár:

  • Loftslagsvika var haldin í nóvember
  • Flokkunarvika var haldin í desember
  • Veganvika var haldin í janúar
  • Samgönguvika var haldin í febrúar
  • Umhverfisvika var haldin í apríl
""

Grænir dagar eða Green days, voru haldnir 12. - 16. apríl á vegum Gaia, nemendafélags meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði, og Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ.  Þemað í ár var hafið og var það skoðað frá sjónarhorni hagfræði, loftslagsbreytinga, vistfræði, hagsmunagæslu, matvælaframleiðslu og vellíðan. Stærsti viðburðurinn var án efa að fá Stefan Rahmstof til að flytja erindi um Golfstrauminn og loftslagsbreytingar, en Rahmstof er yfir rannsóknardeild Earth system Analysis hjá PIK og prófessor í Háskólanum í Potsdam. Rahmstof er margverðlaunaður sjávar- og loftlagsfræðingur og ötull og áberandi talsmaður í baráttunni við hamfarahlýnun. 

Þar sem ekki var möguleiki á að halda fyrirlestra í raunheimi var öllum fyrirlestrum streymt í gegnum Zoom. 

Endilega sendið okkur línu ef þið eruð með tillögur um hvað megi betur fara eða aðrar skemmtilegar uppástungur á umsamshi@gmail.com eða solrunsig@hi.is