Grænfáninn | Háskóli Íslands Skip to main content

Grænfáninn

Háskóli Íslands er Grænfánaskóli frá mars 2020

Verkefnið er samvinnuverkefni umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ og starfsmanns sjálfbærni- og umhverfismála í HÍ. Að auki er vonin sú að sem flestir starfsmenn og nemendur leggi verkefninu lið hvort sem það er með hugmyndum eða beinu vinnuframlagi til umhverfismála.

Í ár er þemað loftslagsbreytingarnar.

Markmiðin eru fjögur og snúa að fræðslu, loftslagsvænni mat á háskólasvæðinu, mótvægisaðgerðum og samgöngum.

"Loftslagsdagur HÍ og SHÍ"

Eitt af markmiðum okkar í Grænfánaverkefninu veturinn 2019-2020 er að vera með mótvægisaðgerðir sem annað hvort koma í veg fyrir losun sem hefði annars orðið eða binda gróðurhúsalofttegundir sem þegar eru komnar út í andrúmsloftið. Aðgerðir sem fylgja þessu markmiði snúa að því að haldnir séu skiptimarkaðir og loftslagsdagur Háskóla Íslands og Stúdentaráðs. Nú þegar hefur verið haldin fataskiptimarkaður og Loftslagsdagur í Háskólanum. Á loftslagsdaginn var ruslatínsla í Vatnsmýrinni auk þess sem gróðursett voru 55 tré á Háskólasvæðinu sem gaman verður að fylgjast með að vaxa og dafna í framtíðinni.

Í vor er síðan ætlunin að halda annan skiptimarkað sem verður nánar sagt frá síðar. 

""

Í fimmta skrefi Grænfánans er gert ráð fyrir að námsefnið sem kennt er við skólann sé tengt því þema sem unnið er með hverju sinni. Þar sem grænfánanefnd Háskólans hefur lítið um það að segja hvað er kennt á hinum ýmsu námsbautum skólans er farin sú leið að hvetja alla, sama hvað þeir eru að læra eða rannsaka til þess að ræða þema vetrarins, loftslagsbreytingarnar. Gaman væri að heyra af umræðunum sem hafa átt sér stað og einnig ef þið eruð með tillögur um hvað megi betur fara. Sendið okkur línu á solrunsig@hi.is og umsamshi@gmail.com
Ljósmynd: Bud Helisson.