Skip to main content
20. mars 2023

Kynningar á framhaldsnámi í HÍ 20.-24. mars

Kynningar á framhaldsnámi í HÍ 20.-24. mars - á vefsíðu Háskóla Íslands

Vikan 20.-24. mars verður helguð framhaldsnámi í Háskóla Íslands en þá verður boðið upp á kynningafundi eða innlit í tíma á völdum námsleiðum í framhaldsnámi og hægt verður kynna sér allt framhaldsnám á sérstökum viðburði í hádeginu 21. mars.

Getur nemandi með BA-gráðu í mannfræði farið í talmeinafræði? Getur nemandi með BS-gráðu í hjúkrunarfræði farið í framhaldsnám í guðfræði? Getur nemandi með BS-gráðu í tölvunarfræði farið í framhaldsnám í leikskólakennarafræði? Hverjar eru forkröfurnar fyrir hverja og eina námsleið í framhaldsnámi við Háskóla Íslands?

Þessar spurningar og fleiri vakna eflaust hjá mörgum sem eru að velta fyrir sér framhaldsnámi nú þegar opið er fyrir umsóknir í Háskóla Íslands, en umsóknarfrestur um framhaldsnám er til 15. apríl. Til þess að styðja grunnnema á lokaári og önnur áhugasöm um framhaldsnám við námsval stendur Háskóli Íslands í fyrsta sinn fyrir heilli viku helgaðri framhaldsnámi 20.-24. mars. 

Alla vikuna verður boðið upp á kynningafundi eða innlit í tíma á völdum framhaldsnámsleiðum en þeir fara fram ýmist á staðnum, í streymi eða hvort tveggja. 

Hápunktur vikunnar er viðburðurinn „Grunnnám – hvað svo?“ sem fram fer á Háskólatorgi þriðjudaginn 21. mars milli kl. 11.30 og 13.30. Þar veita sérfræðingar deilda og fræðasviða Háskóla Íslands svör við öllum þeim spurningum sem kunna að vakna hjá þeim sem eru að velta fyrir sér framhaldsnámi. Enn fremur verða náms- og starfsráðgjafar á staðnum og veita ráðgjöf og sérfræðingar frá Alþjóðasviði kynna fjölbreytt tækifæri til skiptináms og starfsþjálfunar í framhaldsnámi.

Viðburðirnir í framhaldsnámsvikunni eru opnir öllum áhugasömum, hvort sem fólk er skráð í Háskólann núna eða ekki.

Komdu og kynntu þér ótal möguleika á framhaldsnámi.

Skoðaðu námsleiðir í fjarnámi/staðnámi

Hefurðu áður lokið grunnnámi frá HÍ? Kynntu þér hvaða möguleikar standa þér til boða út frá fyrra námi við skólann.
 

""