Skip to main content
15. febrúar 2023

Breyting á inntöku nemenda í tannlæknisfræði

Breyting á inntöku nemenda í tannlæknisfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Breyting verður gerð á inntöku nemenda í tannlæknisfræði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands frá og með háskólaárinu 2023-2024. 
Háskólaráð samþykkti tillögu Heilbrigðisvísindasviðs fh. Tannlæknadeildar á fundi sínum 12. janúar 2023 og gildir breytingin frá og með háskólaárinu 2023-2024. 

Breytingin felst í því að nemendum sem sækja um nám í tannlæknisfræði er gert að þreyta sama inntökupróf og nemendur sem sækja um nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun (Inntökupróf Læknadeildar) og fer prófið fram í júní. Þeim 40 nemendum sem ná bestum árangri í prófinu verður boðið að hefja nám í tannlæknisfræði að hausti. 
Í desember fara fram samkeppnispróf eins og áður og 8 nemendum verður boðið að hefja nám á vorönn. 

Nánari upplýsingar um reglur um val nemenda í tannlæknisfræði og tannsmíði.
 

Breyting verður gerð á inntöku nemenda í Tannlæknisfræði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands frá og með háskólaárinu 2023-2034.