Hagnýt menningarmiðlun


Hagnýt menningarmiðlun
MA gráða – 90 einingar
Hagnýt menningarmiðlun er 90 eininga nám á meistarastigi við Háskóla Íslands sem undirbýr þá einstaklinga sem vilja vinna við miðlun af einhverju tagi fyrir störf á þessu sviði.
Námið byggist á þverfaglegri nálgun og er markmiðið að nemendur öðlist reynslu sem geri þeim fært að starfa á ólíkum sviðum menningarmiðlunar, bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra.
Skipulag náms
- Haust
- Haust
- Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun
- Nýsköpun - frá hugmynd að afurð
- Lokaverkefni
- Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórnB
- Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippiB
- StarfsþjálfunB
- Stafrænar lausnir við rannsóknir og miðlun – alþýðufræðimennska nýrra tímaB
- StarfsþjálfunB
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiB
- Söfn sem námsvettvangurV
- Kenningar í hugvísindumV
- List og samfélag í samtímaV
- Stafrænir miðlarV
- Menningarfræði og þjóðfélagsrýniV
- Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamannaV
- Horfa, greina, miðlaV
- Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi.V
- Megindleg aðferðafræðiV
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Vor
- Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun
- Miðlun og menning
- Lokaverkefni
- Stafræn og samfélagsleg nýsköpunB
- StarfsþjálfunB
- StarfsþjálfunB
- Nýsköpun í hugvísindumBE
- Skapandi heimildamyndirB
- Matur og menning:V
- MenningararfurVE
- Faglegt starf: Tilvik og álitamálV
- Listgagnrýni og sýningarstjórnV
- Menning og andófV
- Ritstjórn og hönnun prentgripaV
- Á þrykk - RÚTV
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?V
- Fjölmiðlar og menning á tímum hnattvæðingarV
- Inngangur að sýningarstjórnunV
- Popúlismi: Saga, hugmyndafræði og framkvæmdVE
- Sjónrænar rannsóknaraðferðirV
- Saga – kennsla og miðlunV
- Snert á veruleikanum: ljósmyndin sem miðillV
- Sumar
- Lokaverkefni
- StarfsþjálfunB
- StarfsþjálfunB
Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:
- Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
- Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- Greiningar á textum og myndum
- Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
- Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Nýsköpun - frá hugmynd að afurð (HMM121F)
Í námskeiðinu er farið yfir atriði er varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og tækifæri, þróun, mat og úrvinnslu hugmynda auk kenninga og aðferða við að gera viðskiptahugmynd markaðshæfa. Framsetning námsþátta miðast við þau verkefni sem frumkvöðull glímir við þegar gæða á hugmynd lífi. Nýsköpun er kynnt sem ferli sem hefst á hugmyndavinnu og þarfagreiningu á markaði. Næst er verkefnisstjórnun og áætlanagerð kynnt til sögunnar. Að lokum er farið yfir fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem stoðumhverfi nýsköpunar eru gerð skil.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Lokaverkefni (HMM431L)
Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).
Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)
Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.
Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.
Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.
Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)
Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.
Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.
Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.
Verkefni:
- Stutt myndband, 1-3 mínútur.
- Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
- Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
- Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.
Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.
Starfsþjálfun (HMM014F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Stafrænar lausnir við rannsóknir og miðlun – alþýðufræðimennska nýrra tíma (HMM702F)
Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendum nýjar stafrænar leiðir til rannsókna og miðlunar sem snjalltæki, smáforrit og sýndarveruleiki hafa opnað á síðustu árum og hvernig nýta má tæknina til þess að fá almenning til að taka þátt í rannsóknum og miðlun. Í námskeiðinu verður unnið með hugtökin miðlunarsaga (e. public history), lýðvirkjun (e. crowd sourcing) og leikjavæðingu og aðferðum þessara fræða beitt á verkefni á sviði menningar, sögu og náttúru. Áhersla er lögð á að veita nemendum hagnýta þekkingu og þjálfun notkun stafrænna lausna og nýti þær til rannsókna og miðlunar á efni sem tengist menningu, náttúru og sögu og að þeir læri að þekkja helstu hugtök og tækniheiti.
Gestafyrirlesarar veita innsýn í raunveruleg verkefni á þessu sviði og nemendur nýta aðferðafræði og tæknilausnir til að takast á við krefjandi verkefni tengd náttúru, menningu og sögu.
Starfsþjálfun (HMM013F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)
Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.
Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
List og samfélag í samtíma (LIS701F)
List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.
Stafrænir miðlar (BLF314F)
Í námskeiðinu er sjónum beint að stafrænum miðlum með sérstaka áherslu á samfélagsmiðla. Litið verður á stafræna miðla í sögulegu samhengi og hvaða áhrif boðskiptamynstur þeirra hefur á fagaðila, neytendur og notendur. Í fyrri hluta námskeiðsins verða helstu kenningar útskýrðar og settar í samhengi við viðurkenndar aðferðir. Síðari hluti námskeiðsins byggir á dæmum sem sýna helstu einkenni stafrænna miðla. Má þar nefna samspil stafrænna miðla og fjölmiðla, regluverk og viðskiptamódel félagsmiðla, áhrif stafrænna miðla á einkalíf og opinbera umræðu, áhrifamátt og dreifingarhæfni félagsmiðla og hvernig þeir skilyrða þátttökumöguleika notenda.
Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)
Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.
Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)
Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.
Horfa, greina, miðla (LIS510M)
Í námskeiðinu verður áhersla lögð á ferðir á söfn og sýningar. Nemendur kynnast opinberum liststofnunum, einkasöfnum, og galleríum. Þau skoða verk í návígi, læra að greina verk og setja í fræðlegt samhengi. Einnig verður lögð áhersla á stafræna miðlun listfræða og nemendur munu kanna á gagnrýnin hátt ýmsa gagnagrunna og vefsíður sem miðla upplýsingum og þekkingu í faginu.
Leiksmiðja, sköpun í stafrænum heimi. (LVG205M)
Markmiðið með Leiksmiðjunni, sköpun í stafrænum heimi er að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og er námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka.
Áhersla er á stafrænar sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða hluta af verki.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi leiklistarkennara bæði fræðilega og verklega. Kynntar verðar nýjustu rannsóknir og fræðigreinar og verkefni unnin í tengslum við það.
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í nokkrum lotum.
Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)
Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með SPSS forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)
Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn.
Í Miðlunarleiðum II er unnið með sýningar á menningarsögulegu efni og munnlega framsetningu efnis, ásamt því sem stafræn miðlun verður í fléttuð inn í umfjöllunina.
Í námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði sýninga. Ólíkar leiðir við framestningu mynda og texta verpa kynnar og fjallað um framsetningu texta á stafrænum miðlum. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi. Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. Í lok námskeiðs er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna afrakstur námskeiðsins.
Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:
- fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
- Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
- Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Miðlun og menning (HMM240F)
Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Lokaverkefni (HMM431L)
Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).
Stafræn og samfélagsleg nýsköpun (HMM241F)
Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar birtingamyndir nýsköpunar í menningu og miðlun, með áherslu á stafræna tækni. Áhersla verður lögð á starfsemi og stjórnun skipulagsheilda sem starfa í miðlun og skapandi greinum. Fjallað verður um hlutverk nýsköpunar og skapandi hagkerfi, samfélagslega nýsköpun og hvernig viðhalda á frumkvöðlanda í verkefnum. Tækifæri til hagnýtingar verða tekin til skoðunar og kynntar til sögunar aðferðir til að styðja við uppgötvun, greiningu og nýtingu slíkra tækifæra.
Starfsþjálfun (HMM013F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Starfsþjálfun (HMM014F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Nýsköpun í hugvísindum (HMM801F)
Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar birtingmyndir nýsköpunar í hugvísindum. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta. Í fyrstu er velt upp hlutverki nýsköpunar í hugvísindum, fjallað um skapandi hagkerfi, samfélagslega nýsköpun og hvernig viðhalda á frumkvöðlanda í verkefnum. Í öðrum hluta er velt upp tækifærum til hagnýtar og kynntar til sögunar aðferðir til að styðja við uppgötvun, greiningu og nýtingu slíkra tækifæra. Að lokum vinna nemendur hagnýtt verkefni sem byggir á eigin hugmynd að hagnýtingu og farið verður í gegnum ferli sem inniheldur bæði hugmyndavinnu, verkefnisstjórnun og framkvæmd. Nemendur halda lestrardagbók og velja verkefni tengt viðfangsefninu.
Skapandi heimildamyndir (HMM220F)
Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.
Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.
Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.
Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.
Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.
Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Matur og menning: (NÆR613M)
Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.
Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.
Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.
Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.
Menningararfur (ÞJÓ022M)
Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði.
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.
Faglegt starf: Tilvik og álitamál (SAF011F)
Í námskeiðinu verða tilvik tengd safnastarfi á Íslandi rædd út frá faglegum álitamálum, með tilvísun í þverfræðilegt lesefni og umræður. Námskeiðið hentar því nemendum úr greinum eins og safnafræði, fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, mannfræði, þjóðfræði og fleiri. Tilvikin tengjast fjölbreyttu starfi safna, svo sem stjórnun, skipulagi, söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun.
Einnig verður í námskeiðinu fjallað um mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi. Umræðuefni álitamála eru mjög fjölbreytileg, svo sem STJÓRNSÝSLA, kynjamál, aðgengismál, varðveisla fornleifa, rannsóknir á sjónrænum menningararfi, tjáningarfrelsi, húsnæðismál, gjafir til safna og grisjun.
Námskeiðið er unnið í samvinnu við helstu safnastofnanir í landinu sem hafa yfir að ráða fjölda sérfræðinga um aðskiljanlegustu þætti í safnastarfi. Í staðlotum námskeiðsins munu sérfræðingar miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.
Nemendur velja einn dag yfir önnina til þess að mæta í starfsdag hjá safni á höfuðborgarsvæðinu (tveir og tveir nemendur í einu). Starfsmaður mun taka á móti þeim, fræða um starfsemi safnsins og veita þeim grunnþjálfun í skráningu. Nemendur vinna svo með starfsmanni það sem eftir er af degi.
Námskeiðið skiptist í fimm fyrirlestralotur; í hverri þeirra verða aðgengilegar upptökur á Canvas örfyrirlestrar og stuttar kynningar á lesefni frá kennara og gestafyrirlesara. Þrjár staðlotur/Zoomlotur (eftir aðstæðum) verða yfir misserið, þar sem hlustað er á gestafyrirlesara, sérfræðingar innan safna sem miðla af reynslu sinni, og/eða sem farið verður í vettvangsferðir á söfn í Reykjavík. Skyldumæting er í stað- og zoomlotur. Námsmat byggist á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í stað/zoomlotur og starfsdegi.
Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)
Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið íi samvinnu viið meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
Ritstjórn og hönnun prentgripa (RÚT803F)
Námskeiðið felst í að skoða samstarf og verkaskiptingu milli ritstjóra og hönnuða við gerð og útgáfu prentgripa. Veitt verður innsýn í undirstöðuþætti leturfræði, grafískrar hönnunar og undirbúning fyrir prentun. Einnig verða helstu verkfæri hönnuða skoðuð með tilliti til ólíkra útgáfuverkefna. Farið verður yfir helstu kenningar um áhrif grafískrar hönnunar og leturfræði á læsileika og skilning á inntaki. Rætt verður um gæði, notagildi, fagurfræði og hagkvæmnisjónarmið í grafískri hönnun.
Nemendur flytja erindi og skila skriflegri greiningu á hönnunargrip/um að eigin vali og eru einnig hvattir til að taka virkan þátt í umræðum í tímum. Lokaverkefni námskeiðs felst í að skapa eigið útgáfuverkefni og miðla hugmyndum um ritstjórn þess í máli og myndum.
Á þrykk - RÚT (RÚT805F)
Á þessu námskeiði munu nemar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu vinna með ritlistarnemum að því að búa frumsamið efni til útgáfu. Farið verður í gegnum útgáfuferlið, jafnt fyrir prentuð rit sem rafbækur; ritstjórn, prófarkalestur, umbrot og annað sem tilheyrir. Miðað er við að afrakstur námskeiðsins verði rit sem er tilbúið til prentunar.
Fimm ritstjórnarnemar geta sótt námskeiðið; fyrstir skrá, fyrstir fá.
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)
Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Fjölmiðlar og menning á tímum hnattvæðingar (BLF204M)
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist helstu kenningum og rannsóknum um áhrif hnattvæðingar á flæði fjölmiðlaefnis og menningar. Fjallað er um alþjóðlega- svæðisbundna- og ríkjabundna markaði fyrir fjölmiðlaefni mismunandi fjölmiðla, áhrif hnattvæðingar á „þjóðlegra“ menningu og viðbrögð stjórnvalda við auknu flæði útlends fjölmiðlaefnis og erlendra menningarstrauma. Fjallað er einnig um þau tæknilegu, hagrænu og pólitísku öfl eru að baki auknu flæði fjölmiðlaefnis milli landa. Sjónum verður m.a. beint að tilraunum Evrópusambandsins til að byggja upp innri markað á sviði fjölmiðlunar og fjallað verður um stöðu íslenskrar menningar í kjölfar óhefts flæðis fjölmiðlaefnis þvert á landamæri.
Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)
Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.
Popúlismi: Saga, hugmyndafræði og framkvæmd (SAG507M)
Uppgangur hægri popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur ekki aðeins vakið áleitnar spurningar um framtíð frjálslynds lýðræðis (e. liberal democracy) heldur einnig um staðsetningu þessara afla á hinu pólitíska litrófi, hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Þjóðernisorðræða þeirra hefur einkum beinst gegn ráðandi öflum í stjórnmálum og efnahagsmálum, þótt þeir hafi einnig gert málamiðlanir við þau, sem og gegn fjölmenningu, minnihlutahópum og yfirþjóðlegu valdi. Á námskeiðinu verður fjallað um popúlisma í fortíð og samtíð. Megináhersla verður lögð á róttækar hægri hreyfingar – allt frá fasistum og nýfasistum til þjóðernisflokka samtímans – en einnig verður vikið að vinstri birtingarmyndum, eins Popúlistaflokknum í Bandaríkjunum í lok 19. aldar og vinstri leiðtogum og stjórnum í Rómönsku Ameríku, þar sem barátta gegn hefðbundnum valdahópum og ójöfnuði vegur þungt. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál um popúlisma sem lúta að lýðræðiskerfinu, valdboðshyggju, efnahagsmálum, þjóðernishyggju, kynjapólitík, menningu, velferðarhugmyndum og utanríkismálum. Kafað verður ofan í kenningar um popúlisma á sviði sagnfræði og stjórnmálafræði með vísan í orðræðu og baráttuaðferðir. Þá verður vikið að hugmyndafræði og stefnu popúlistaflokka í samtímanum sem og tengsl og bandalög þeirra við önnur stjórnmálaöfl eins og íhaldsflokka eða „hitt hægrið“ (e. alt-right). Loks verður gerð tilraun til að skýra popúlisma eða „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd með því að beina sjónum að hlutverki karl- og kvenleiðtoga eins og Viktor Orbán í Ungverjalandi, Donald Trump í Bandaríkjunum, Giorgiu Meloni á Ítalíu og Hugo Chávez í Venesúela.
Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.
Saga – kennsla og miðlun (SAG411M)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttri miðlun sögu og hæfni sína til að fjalla um hana með fræðilega viðurkenndum hætti. Í námskeiðinu er miðlun sögu í víðu samhengi skoðuð, hvort sem er í skóla, á safni eða annars staðar. Fjallað er um leiðir til að greina og miðla hvernig söguleg þekking verður til, hvernig ólíkum sjónarhornum er beitt þegar ákvarðað er hvað telst mikilvæg söguleg þekking og hvaða áhrif viðtakendur hafa á framsetningu sagnfræðilegs efnis. Þátttakendur rýna í svokölluð þröskuldshugtök sagnfræðinnar og leita leiða til að miðla þeim á fjölbreyttan hátt sem höfðað getur til ólíkra hópa. Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, samvinnunámi, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur tengi umfjöllunarefni fræða og rannsókna við raunverulegar aðstæður á margvíslegum vettvangi. Lokaverkefni námskeiðsins er samvinnuverkefni sem verður kynnt á málstofu í lokin.
Snert á veruleikanum: ljósmyndin sem miðill (LIS605M)
Í námskeiðinu verður fjallað um ljósmyndina sem miðil í bæði listfræðilegu og menningarfræðilegu samhengi. Áhersla verður lögð á að greina sérstöðu ljósmyndarinnar sem miðils í samanburði við aðra miðla myndlistar og í samanburði við texta. Lesnir verða nokkrir lykiltextar í ljósmyndafræði eftir Abigail Solomon Godeau, Geoffrey Batchen, Liz Wells, Roland Barthes, Susan Sontag, Walter Benjamin, og fl. og þeim beitt við greiningu á myndlistarverkum og ljósmyndum. Einnig verða lesnir fræðitextar um íslenska samtímaljósmyndun og verk eftir íslenska listamenn tekin til greiningar. Þá verður hugað sérstaklega að ljósmyndinni sem heimild og sem vitnisburði um minningar og úrvinnslu á þeim, og hvernig listamenn hafa nýtt sér eiginleika ljósmyndarinnar við þjóðfélagslega gagnrýni.
Lokaverkefni (HMM431L)
Lokaverkefni innan Hagnýtrar menningarmiðlunar er 30e og unnið undir handleiðslu umsjónarkennara námsleiðarinnar eða annars kennara í umboði hans. Hlutverk leiðbeinanda er að aðstoða nemanda við afmörkun efnis og fylgjast með framvindu þess. Lokaverkefnið er annars vegar fræðileg greining reist á kenningarlegum grunni sem sett er fram í greinargerð og hins vegar sjálfstæð miðlun á menningarefni sem getur verið menningarmiðlun af ýmsu tagi. Ætlast er til að miðlunarverkefnið hafi skýr tengsl við greinargerðina og byggi á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Við ákvörðun um val á lokaverkefni skal alltaf hafa í huga að nemandi hafi lokið námskeiðum sem tengjast þeirri miðlunarleið sem verður fyrir valinu (t.d. ef nemandi velur vídeó þá hafi viðkomandi lokið námskeiðinu Skapandi heimildamyndir).
Starfsþjálfun (HMM013F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Starfsþjálfun (HMM014F)
Starfsþjálfun er í boði fyrir nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun. Umgjörð hennar er eftirfarandi: Nemendur sem óska eftir því að fara í starfsþjálfun hafa samband við umsjónarmann námsleiðarinnar um möguleika á starfsþjálfun. Athuga ber að takmarkað framboð er á starfsþjálfun.
Í umsókn um starfsþjálfun skal gerð grein fyrir viðkomandi stofnun/aðila þar sem starfsþjálfun er í boði, hvert markmiðið er með starfsþjálfuninni og hvernig hún á að fara fram. Þegar samkomulag hefur verið gert um starfsþjálfunina verður gerður um hana sérstakur samningur þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu. Tímafjöldi skal vera í samræmi við kröfur um vinnuframlag vegna 5e eða 10e námskeiðs (125-150 klst; 250-300 klst). Nemandi skilar dagbók til umsjónarmanns/leiðbeinanda þrívegis á meðan á starfsþjálfuninni stendur og skýrslu (10-12 bls. (3500 orð ca) að lengd, miðað við 10 e. en 6-8 s. miðað við 5e) að verki loknu til leiðbeinanda um hverjar voru helstu áskoranir og hver var helsti ávinningur af starfsþjálfuninni. Staðfesting frá viðkomandi stofnun um þátttöku nemandans skal fylgja skýrslunni og skal móttökuaðili senda leiðbeinanda stutta umsögn um framlag nemandans og hvort og hvernig markmið starfsþjálfunarinnar hafi náðst með hliðsjón af samningi þar um og lýsingu á verkefninu.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.