Skip to main content

Vorbrautskráning Háskóla Íslands 2019

Vorbrautskráning Háskóla Íslands 2019 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. júní 2019 10:00 til 15:30
Hvar 

Laugardalshöll

Nánar 
Prófskírteini verða afhent í röð eftir fræðasviðum.

Háskóli Íslands brautskráir kandídata úr grunn- og framhaldsnámi laugardaginn 22. júní nk. í Laugardalshöll. Líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær.

Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hefst kl. 10, taka kandídatar í grunnnámi, þ.e. BA-, B.Ed.- og BS-námi, við útskriftarskírteinum sínum.

Seinni athöfnina, sem hefst kl. 14.00, sækja þeir sem eru að ljúka framhaldsnámi til prófgráðu, þ.e. meistara- og kandídatsnámi.

Prófskírteini verða afhent í röð eftir fræðasviðum: Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

Kandídatar fá send rafræn bréf með nánari upplýsingum þegar nær dregur brautskráningu.

 

Háskóli Íslands brautskráir kandídata úr grunn- og framhaldsnámi laugardaginn 22. júní nk. í Laugardalshöll. Líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær.

Vorbrautskráning Háskóla Íslands 2019