Skip to main content

Viðburðaröð á netinu: Aurora háskólarnir

Viðburðaröð á netinu: Aurora háskólarnir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2021 11:00 til 5. nóvember 2021 14:00
Hvar 

Á netinu

Nánar 
Kynningarnar eru fyrst og fremst ætlaðar nemendum en einnig þeim sem vinna við alþjóðamál og öðru starfsfólki háskóla

Háskólarnir ellefu í Aurora-samstarfinu standa fyrir viðburðaröð á netinu dagana 2.-5. nóvember undir yfirskriftinni Get to know your Aurora university study abroad partner destinations. Markmiðið er að gefa nemendum og starfsfólki tækifæri á að kynna sér hina Aurora skólana, sérstöðu þeirra og nám í boði, áfangastaðinn og háskólasamfélagið. Auk þess verður hver skóli með pallborðsumræður þar sem alþjóðlegir nemendur við skólana veita innsýn í nám og samfélag.

Kynningarnar eru fyrst og fremst ætlaðar nemendum en einnig þeim sem vinna við alþjóðamál og öðru starfsfólki háskóla. Áhugasamir eru hvattir til að nýta tækifærið á að kynnast samstarfsskólunum í Aurora og mæta á eina eða fleiri kynningar en þær verða teknar upp og aðgengilegar á vef Aurora-samstarfsins síðar.

Nánari upplýsingar og hlekkir á kynningarnar (Athugið að tímasetningar eru að íslenskum staðartíma)

Aurora leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð og að gera nemendum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans. Aurora gefur nemendum kost á fjölbreyttum tækifærum til að fá alþjóðlega reynslu í námi sínu s.s. með námsdvöl erlendis við Aurora háskóla, með því að taka stakt námskeið við Aurora háskóla eða með þátttöku sinni í verkefnum og viðburðum á vegum Aurora.

 

Markmiðið er að gefa nemendum og starfsfólki tækifæri á að kynna sér hina Aurora skólana, sérstöðu þeirra og nám í boði, áfangastaðinn og háskólasamfélagið.

Viðburðaröð á netinu: Aurora háskólarnir