Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Arnar Guðnason

Meistaranemi: Arnar Guðnason
Heiti verkefnis: Stafræn umbreyting áliðnaðarins út frá sjónarhóli vistkerfis nýsköpunar
___________________________________________
Leiðbeinandi: Rögnvaldur J. Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Einnig í meistaranefnd: Guðmundur Valur Oddsson prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Prófdómari: Marina Candi, prófessor við Háskólann í Reykjavík
Ágrip
Álframleiðsla ber ábyrgð á stórum hluta af losun gróðuhúsaloftegunda og notkun raforku á heimsvísu. Stafræn umbreyting og innleiðing Industry 4.0 lausna getur haft jákvæð áhrifa á nýtni og sjálfbærni í iðnaðinum. Vistkerfi nýsköpunar (e. innovation ecosystem) er net þátttakenda (e. actors) sem styðja við nýsköpun og miðlun þekkingar, leika lykilhlutverk við þróun og stafræna umbreytingu í áliðnaðinum. Þessi vistkerfi innihalda fjölbreytta þátttakendur, þar á meðal álframleiðendur, byrgja, rannsóknarsetur og háskóla, ál-klasa og opinbera aðila. Hver þessara þátttakenda hefur sérstætt hlutverk í nýsköpunarferlinu, áhrifaríkt samstarf og stuðningur milli þeirra er nauðsynlegur til að ná árangri í stafrænum umbreytingaverkefnum. Frekari rannsóknir ættu að einblína á að skilja sérstakar áskoranir og tækifæri sem þessir þátttakendur standa frammi fyrir og hvernig þeir geta unnið saman til að keyra áfram nýsköpun og sjálfbærni.