Skip to main content

Ertu til í nýsköpun?

Ertu til í nýsköpun? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. janúar 2024 12:00 til 14:00
Hvar 

Gróska

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvaða tækifæri bjóðast nemendum Háskóla Íslands til að þróa nýsköpunarhugmyndir sínar og hvaða stuðning geta stúdentar fengið í þeirri vinnu? Hvar er hægt að fá vinnu við nýsköpun? Svörin við því fást á opnunarviðburði Atvinnudaga HÍ sem fram fer í Grósku í Vatnsmýrinni mánudaginn 29. janúar.

Á viðburðinum verður boðið upp á stutt erindi frá fulltrúum Háskóla Íslands og samstarfsaðila sem styðja við nýsköpun innan háskólasamfélagsins auk þess sem við fáum reynslusögu frá frumkvöðli. Á göngugötunni í Grósku gefst einnig tækifæri til að spjalla við fulltrúa fjölda sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og styrkja þannig tengslanetið og kynna sér atvinnumöguleika hjá sprotum.

Léttir hádegisréttir í boði Vísindagarða HÍ.

Skráning á viðburðinn

Verið öll velkomin á Opnun Atvinnudaga HÍ 2024.

Dagskrá
Fyrirlestrasalur Grósku kl. 12-12.40

  • Opnun Atvinnudaga HÍ - Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
  • Vísindagarðar HÍ: samfélag nýsköpunar og rannsókna - Hrólfur Jónsson framkvæmdastjóri og Þórey Einarsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri
  • Öflugur stuðningur við nýsköpun - Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups
  • Botnlaus tækifæri í nýsköpun - Valtýr Örn Kjartansson, BS í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ og meðstofnandi Euler 3D
  • Að setja hlutina í samhengi - Jónína Kárdal, verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ

  • Fáðu til þín háskólanema í sumarstarf! - Þorgerður Eva Björnsdóttir, Rannís

Göngugata Grósku kl. 12.45 – 14:00

Spjallaðu við frumkvöðla og þau sem eru að vinna innan sprotageirans og fáðu ábendingar um hvernig þú getur komið þinni hugmynd á framfæri. Teystu tengslanet þitt til framtíðar og kynntu þér atvinnumöguleika hjá sprotum. Á sama tíma verða einnig skipulagðar hópferðir upp í Gróðurhús, þar sem gestir fá tækifæri til þess að heimsækja þau sprotafyrirtæki sem taka þátt. 

Atvinnudagar HÍ fara fram 29. janúar til 2. febrúar. Þeir eru samstarfsverkefni Tengslatorgs HÍ, Nemendaráðgjafar HÍ, Fjármála- og atvinnulífsnefndar Stúdentaráðs HÍ, Vísindagarða HÍ, KLAK - Icelandic Startups og Miðstöðvar framhaldsnáms.

Hvaða tækifæri bjóðast nemendum Háskóla Íslands til að þróa nýsköpunarhugmyndir sínar og hvaða stuðning geta stúdentar fengið í þeirri vinnu? Hvar er hægt að fá vinnu við nýsköpun? Svörin við því fást á opnunarviðburði Atvinnudaga HÍ sem fram fer í Grósku í Vatnsmýrinni mánudaginn 29. janúar.

Ertu til í nýsköpun?