Skip to main content

Er stríðið við fíkniefnin tapað?

Er stríðið við fíkniefnin tapað? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. nóvember 2019 16:30 til 18:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hver á stefna okkar í fíkniefnamálum að vera? Efla réttarvörslukerfið eða leita nýrra leiða? Opinn fundur í Odda Háskóla Íslands nk. fimmtudag 14.nóv. kl. 16.30 á vegum Rannsóknastofu í afbrotafræðum við HÍ í tilefni af útgáfu bókarinnar Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins.

Höfundur bókarinnar, Johann Hari, bresk-svissneskur fréttamaður, mun taka stuttlega saman helstu sjónarmið bókarinnar, og taka svo þátt í pallborðsumræðum með þeim Halldóru Mogensen, þingkonu Pírata, Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni hjá SÁÁ, og Svölu Jóhannesdóttir frá skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði.

Fíkniefnavandinn er djúptækur hér á landi og efni bókarinnar á því brýnt erindi við okkur öll.

Fundarstjóri verður Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Opinn fundur í Odda Háskóla Íslands nk. fimmtudag 14.nóv. kl. 16.30 á vegum Rannsóknastofu í afbrotafræðum við HÍ í tilefni af útgáfu bókarinnar Að hundelta ópið: Upphaf og endir fíknistríðsins.

Er stríðið við fíkniefnin tapað?