Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - David Cook

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - David Cook - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. febrúar 2018 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: David Cook

Heiti ritgerðar: 

Promoting environmental sustainability through the utilisation of an indicator set, ecosystem services perspective and non-market valuation techniques.

Í íslenskri þýðingu: Stuðlað að sjálfbærni með notkun umhverfisvísa og hagrænu mati á vistkerfisþjónustu.

Andmælendur:

Dr. Robert Costanza, Crawford School of Public Policy, Australian National University.

Dr. Giles Atkinson, London School of Economics and Political Science.

Leiðbeinandi: Dr. Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Aðrir í doktorsnefnd: 

Dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Dr. Ståle Navrud, Norges miljø- og biovitenskapelige universitet.

Doktorsvörn stýrir: Dr. Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar.

Ágrip af rannsókn: 

Í ritgerðinni eru umhverfisáhrif orkuframkvæmda á Íslandi sett í samhengi við sjálfbæra þróun og greind út frá mörgum sjónarhornum, meðal annars með tilliti til áhrifa á náttúrugæði. Ritgerðin í heild sýnir mikilvægi þess að Íslendingar auki þekkingu á virði náttúrugæða landsins í mismunandi vistgerðum og landslagi. Fjallað er um sambandið milli orkuframkvæmda og umhverfisáhrifa á Íslandi og lýst nýrri aðferðafræði við val á vísum til að meta umhverfislega sjálfbærni. Einnig er lagt til að verðmætamat sé notað til að meta kostnað umhverfisáhrifa. Fjallað er um hvaða verðmæti gætu verið tekin til greina í slíku mati og sömuleiðis við stjórnsýsluákvarðanir tengdar virkjanaframkvæmdum. Í þessu samhengi var greiðsluvilji almennings var kannaður og beitt var svo kölluðu skilyrtu verðmætamati á tveimur jarðvarmasvæðum, Eldvörpum og Hverahlíð, til að greina vilja almennings til að vernda svæðin sem vísbendingu um virði náttúrugæða. Niðurstöður sýna að greiðsluvilji fyrir vernd Eldvarpa var að meðaltali 8.433 kr og 7.122 kr fyrir Hverahlíð.  Sömu aðferðafræði var beitt til að meta greiðsluvilja til að vernda Heiðmörk og reyndust skattgreiðendur tilbúnir til að greiða frá 17.039 kr til 24.790 kr til að tryggja vernd Heiðmerkur.

Um doktorsefnið: 

David Cook er fæddur í Paignton, Englandi árið 1983. Hann er með BA próf í hagfræði frá háskólanum í Exeter frá árinu 2005 og lauk MSc prófi í sjálfbærri þróun frá sama skóla árið 2007. David hefur jafnframt MA gráðu í skipulagsfræðum frá háskólanum á vestur Englandi frá árinu 2012 og lauk MS gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2014. David stundar krikket og tennis, auk þess sem hann nýtur þess að ferðast.

Sé nánari upplýsinga óskað má hafa samband við David Cook: 661 8998, dac3@hi.is

David Cook

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - David Cook