Skip to main content

Doktorsvörn í menntavísindum: Ósk Dagsdóttir

Doktorsvörn í menntavísindum: Ósk Dagsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. maí 2022 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal Háskóla Íslands. Einnig streymi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 18. maí fer fram doktorsvörn við Deild faggreinakennslu, Háskóla Íslands.  Þá ver Ósk Dagsdóttir doktorsritgerð sína í menntavísindum, Skapandi stærðfræði: Starfsþróun í íslenskum grunnskóla .  

Andmælendur eru dr. Ann-Sofi Röj-Lindberg vísindamaður við Aabo Akademi háskólann í Finnlandi og dr. Jesper Boesen dósent við Jönköping háskóla í Svíþjóð.   

Doktorsritgerðin er unnin undir leiðsögn dr. Bharath Sriraman prófessor við Háskólann í Montana í Bandaríkjunum og meðleiðbeinandi er dr. Freyja Hreinsdóttir prófessor við Menntavísindasvið.  

Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Ólöf Björg Steinþórsdóttir dósent við University of Northern Iowa í Bandaríkjunu og Jónína Vala Kristinsdóttir dósent við Menntavísindasvið.                                                   

Dr. Elsa Eiríksdóttir, varaforseti Deildar faggreinakennslu stjórnar athöfninni.   

Doktorsvörninni verður einnig streymt

Um rannsóknina  

Þessi starfendarannsókn snýr að starfsþróun í íslenskum grunnskóla. Starfsþróunin leitast við að styðja kennara til þess að efla sköpun í stærðfræðinámi. Gögnum var safnað frá námskeiðum og í vinnu með kennurum. Gögnin voru greind með eigindlegum aðferðum og byggðu á viðtölum, könnunum, myndböndum, vettvangsnótum og ígrundunardagbókum. Tilvik voru valin til þess að skoða hvernig kennararnir lýstu áhrifum starfsþróunarinnar á viðhorf sín, uppeldisfræði, kennslu og nám nemenda sinna.

 Um doktorsefnið  

Ósk Dagsdóttir er fædd í Reykjavík 1983. Ósk er grunnskólakennari og lauk B.Ed. námi við Háskóla Íslands 2011, M.Ed. 2013 og hefur kennt við leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og kennaranemum við Háskóla Íslands. Ósk hefur skipulagt og kennt á fjölda námskeiða fyrir kennara og börn í skapandi stærðfræði og rannsakað sköpun í stærðfræðimenntun. 

Ósk Dagsdóttir.

Doktorsvörn í menntavísindum: Ósk Dagsdóttir