Skip to main content

Doktorsvörn í hagfræði - Jón Helgi Egilsson

Doktorsvörn í hagfræði - Jón Helgi Egilsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. febrúar 2024 16:00 til 18:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 2. febrúar mun Jón Helgi Egilsson verja doktorsritgerð sína í hagfræði við Háskóla Íslands. Athöfnin hefst klukkan 16.00 og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Heiti ritgerðar: Unintended Monetary Policy Responses.

Andmælendur: dr. Sebastian Edwards, prófessor við UCLA, Department of Economics og dr. Dennis W. Jansen, Director, Private Enterprise Research Center, Texas A&M, Department of Economics.

Leiðbeinandi: dr. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Doktorsnefnd: dr. Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, dr. Gylfi Zoega, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, dr. Scott Fullwiler, prófessor við University of Missouri-Kansas City og dr. Eric Stubbs, Senior Vice President, SMJ Wealth Management Group.

Doktorsvörn stýrir: dr. Birgir Þór Runólfsson, deildarforseti Hagfræðideildar.

Efni ritgerðar
Doktorsritgerðin fjallar um svörun hagkerfa við aðgerðum í peningamálastjórnun og er sú svörun borin saman við spálíkön. Markmiðið er að rýna frávik og leggja til endurbætur.

Nánar er doktorsritgerðin samsett af fjórum fræðigreinum á sviði peningamálahagfræði. Greinarnar meta svörun hagkerfa við aðgerðum í peningamálastjórnun og bera saman við spálíkön. Markmið greinanna er að rýna í frávik og leggja til endurbætt spálíkön. Hagfræðilíkön geta verið gagnleg til að meta hugsanleg áhrif aðgerða í peningamálastjórnun.

Eðli máls samkvæmt eru spálíkön hins vegar ætíð einfölduð útgáfa af raunveruleikanum og hagkerfi ólíkra þjóða geta verið þess eðlis að slík líkön ná ekki utanum mikilvæga sértæka þætti.

Sú staðreynd að svörun hagkerfa við aðgerðum í peningamálastjórnun er stundum óvænt og óæskileg bendir til þess að enn sé verk að vinna að bæta spálíkön. Á grunni rannsókna doktorsritgerðarinnar eru sett fram ný og endurbætt líkön og þau borin saman við reynslugögn.

Jón Helgi Egilsson er fæddur 21 júní 1967. Hann er með meistaragráðu í verkfræði frá DTU Kaupmannahöfn. Jón Helgi hefur kennt við verkfræði- og hagfræðideildir Háskóla Íslands, er fyrrum aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi fjármálaverkfræði og var síðar gestafræðimaður við hagfræðideild Columbia Háskóla í New York. Jón Helgi er fyrrum varaformaður og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013 -2017 og var m.a. skipaður í ráðgjafahóp forsætisráðherra um losun fjármagnshafta. Jón Helgi er meðstofnandi og stjórnarformaður fjártæknifyrirtækisins Monerium auk þess að hafa leitt ýmis önnur fyrirtæki sem stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri.

Doktorsvörn í