Skip to main content

Doktorsvörn í hagfræði - Eva Hagsten

Doktorsvörn í hagfræði - Eva Hagsten - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. desember 2017 14:00 til 15:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Eva Hagsten ver doktorsritgerð sína “The various guises of ICT in firm performance across Europe.”

Andmælendur eru Mary O‘Mahony prófessor við King‘s College London og Sverre A. C. Kittelsen forstöðumaður Frischsenter í Osló.

Leiðbeinandi er Dr. Helgi Tómasson prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd sátu auk hans Dr. Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands og Dr. Martin Falk hjá Austrian Institute of Economic Research.

Dr. Ásgeir Jónsson deildarforseti Hagfræðideildar stjórnar athöfninni.

Athöfnin er öllum opin.

Ágrip

Íslenskt heiti doktorsritgerðarinnar er „Ýmis gervi upplýsinga- og samskiptatækni í frammistöðumælingum evrópskra fyrirtækja“.

Upplýsinga- og samskiptatækni (UST) gegnir enn mikilvægu hlutverki í starfi fyrirtækja innan Evrópu. Hins vegar er munur á hversu reiðubúin fyrirtæki eru til að nýta sér og innleiða hraða þróun tækninnar sem gefur til kynna að birtingarmyndir UST eru mismunandi þegar kemur að frammistöðu.

Í nútímahagkerfi hefur UST áhrif á flest svið einka- og viðskiptalífs. Það er hins vegar ekki skýrt hvernig fyrirtæki velja að nota tæknina eða hvernig þau njóta góðs af henni. Sérstaklega er alþjóðlegur samanburður erfiður og varasamur. Fræðimenn hafa átt erfitt með að finna haldgóðar vísbendingar um hvernig greina mætti jákvæð áhrif fjárfestinga í UST. Hluti af skýringunni er hugsanlega skortur á gögnum eða vegna lélegra gagna. Síðar hafa lausnir á sumum vandamálum þessu tengdu verið fundnar með því að skoða frammistöðumælikvarða fyrirtækja í einstökum atvinnugreinum í einstökum löndum.

Opinber gögn eins og þau eru birt hjá evrópskum hagstofum henta ekki vel í alþjóðlegum samanburði. Rannsóknir Evu byggðu á að vinna sérhæfða samanburðarhæfa gagnagrunna upp úr opinberum hagstofugögnum. Ályktanir eru byggðar á sérhæfðum tölfræðilíkönum.

Um doktorsefnið

Eva Hagsten er með bakkalárpróf í hagfræði og tölfræði og meistarapróf í hagfræði frá Örebro háskóla. Eva er með mikla reynslu af greiningavinnu, m.a. fyrir hinar ýmsu rannsóknarstofnanir, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).

Eva Hagsten er með bakkalárpróf í hagfræði og tölfræði og meistarapróf í hagfræði frá Örebro háskóla. Eva er með mikla reynslu af greiningavinnu, m.a. fyrir hinar ýmsu rannsóknarstofnanir, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).

Doktorsvörn í hagfræði - Eva Hagsten