Skip to main content

Um Aurora

Um Aurora - á vefsíðu Háskóla Íslands

Aurora er samstarfsnet öflugra evrópskra rannsóknaháskóla sem vinnur að kennsluþróun og nýsköpun í starfsemi háskóla til að gera nemendum betur kleift að takast á við hnattrænar áskoranir samtímans.

Í forgangi er að stuðla að nýsköpun í kennslu og námi og hámarka samfélagsleg áhrif rannsókna.

Aurora samstarfið fléttar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í allt starf sitt og leggur áherslu á virka þátttöku nemenda.

Viltu vita meira um Aurora? 
Fyrirspurnir, ábendingar eða hugmyndir má senda á: aurora@hi.is
Sameiginleg vefsíða Aurora er með upplýsingar um samstarfið og tækifæri á næstunni fyrir nemendur og starfsfólk.

Tengiliðir Aurora hjá Háskóla Íslands:

  • Fanney Karlsdóttir, verkefnisstjóri Aurora (fanneyk@hi.is)
  • Sandra Berg Cepero, verkefnisstjóri Aurora kennslumála (sandra@hi.is)
  • Freyja Oddsdóttir, verkefnisstjóri Aurora rannsóknasamstarfs (freyjaodds@hi.is)
  • Alma Ágústsdóttir, verkefnisstjóri Aurora nemendatækifæra (almaagusts@hi.is)
Jón Atli Benediktsson rektor hefur setið í stjórn Aurora frá 2017 og var kjörinn forseti netsins 2020