Skip to main content

Erasmus+ viðbótarstyrkir

Nemendur Háskóla Íslands sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ eiga kost á að sækja um viðbótarstyrki til Alþjóðasviðs til að mæta viðbótarkostnaði.

Viðbótarstyrkur vegna fötlunar eða veikinda

Dæmi um kostnað sem er styrktur:

  • Laun aðstoðarmanna
  • Ferðakostnaður aðstoðarmanna
  • Sérstakt húsnæði til að mæta þörfum nemandans
  • Kostnaður vegna ferðaþjónustu
  • Flutningskostnaður tækjabúnaðar

Viðbótarstyrkur fyrir fjölskyldufólk

  • Nemendur með börn undir 18 ára aldri geta sótt um viðbótarstyrk. Ekki er skilyrði að barnið dvelji allan tímann meðan á námsdvöl stendur.
  • Nemendur sem óska eftir viðbótarstyrknum þurfa að hafa samband við Alþjóðasvið og fylla út umsóknareyðublað en einnig kann Alþjóðasvið að fara fram á frekari gögn frá Þjóðskrá.

---

Nemendum er bent á að skoða síðuna Inclusive Mobility en þar má finna upplýsingar um inngildingu (e. inclusion) og þjónustu sem háskólar og aðrar stofnanir bjóða uppá fyrir erlenda nemendur. Þar má finna upplýsingar um einstaka háskóla og lönd og einnig reynslusögur nemenda.

Mikilvægt er að nemandi kynni sér aðbúnað í móttökuskóla/stofnun eins vel og kostur er og upplýsi móttökuaðila fyrr en síðar um fötlun eða heilsufar sitt svo hægt sé tryggja góða þjónustu við upphaf náms eða þjálfunar. Gagnlegar upplýsingar um aðgengismál og þjónustu háskóla við nemendur með fötlun má finna á eftirfarandi síðum:

Nánari upplýsingar um viðbótarstyrki Erasmus+

Umsókn um viðbótarstyrk