Hvaða námsleið hefur þú áhuga á? Þú getur auðveldað þér námsvalið með því að kynna þér viðfangsefni námsleiða Háskóla Íslands í námsvalshjólinu og fengið gagnlegar leiðbeiningar um námsval þitt hér. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður einnig upp á áhugakönnunina Bendil III sem er sérstaklega hannaður fyrir einstaklinga sem eru að velta fyrir sér námi á háskólastigi. Við val á námi og starfi, sem og meðan á námi stendur, getur verið gagnlegt að þekkja eigin styrkleika, vera meðvitaður um þá og nýta þá markvisst. Náms- og starfsráðgjafar NSHÍ geta aðstoðað einstaklinga við að skoða styrkleika sína en einnig er hægt að taka styrkleikakannanir á netinu. Bendill III áhugakönnun Gjald fyrir Bendil áhugakönnun er kr. 6.000 og fer skráning og greiðsla fram á Þjónustuborðinu, Háskólatorgi eða í gegnum síma 525-5800. Þú getur haft samband við okkur í síma 525-4315 eða sent póst á radgjof@hi.is til að fá nánari upplýsingar. Bendill er rafræn íslensk áhugakönnun sem tekur mið af íslensku námsumhverfi og íslenskum vinnumarkaði. Þátttakendur fá myndrænar niðurstöður strax að svörun lokinni sem auðvelt er að lesa úr. Þegar einstaklingur hefur fengið niðurstöður sínar úr Bendli III getur hann á auðveldan hátt tengt áhuga sinn við íslenskar starfslýsingar og háskólagreinar á Íslandi. Nánari upplýsingar um Bendil, starfslýsingar og námsgreinar á háskólastigi. VIA styrkleikakönnun Styrkleikakönnun VIA getur auðveldað einstaklingum að átta sig betur á eigin styrkleikum. Könnunin metur 24 persónulega styrkleika fólks, sem skipt er í sex flokka: Viska og þekking, hugrekki, manngæska, réttlæti, yfirvegun og vitundarstig. Mismunandi styrkleikar koma fram í ólíkum hlutverkum í lífi fólks og í mörgum tilfellum er hægt að yfirfæra þá og nýta í öðrum hlutverkum. Í VIA könnuninni er tekin afstaða til 120 fullyrðinga og út frá þeim eru styrkleikar einstaklingsins kortlagðir. Könnunin er á ensku og hægt að er að taka hana án endurgjalds hér. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.