Áhugi og styrkleikar | Háskóli Íslands Skip to main content

Áhugi og styrkleikar

Hvaða námsleið hefur þú áhuga á?

Þú getur auðveldað þér námsvalið með því að kynna þér viðfangsefni námsleiða Háskóla Íslands í námsvalshjólinu og fengið gagnlegar leiðbeiningar um námsval þitt hér.

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður einnig upp á áhugakönnunina Bendil III sem er sérstaklega hannaður fyrir einstaklinga sem eru að velta fyrir sér námi á háskólastigi.

Við val á námi og starfi, sem og meðan á námi stendur, getur verið gagnlegt að þekkja eigin styrkleika, vera meðvitaður um þá og nýta þá markvisst. Náms- og starfsráðgjafar NSHÍ geta aðstoðað einstaklinga við að skoða styrkleika sína en einnig er hægt að taka styrkleikakannanir á netinu.