Menntavísindasvið leggur áherslu á að þjónusta, aðstaða og umhverfi skapi góð skilyrði til náms og starfs. Við sviðið eru boðleiðir stuttar og þjónustan einkennist af fagmennsku, jákvæðni og vinalegu viðmóti. Bókasafn Í bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlíð er veitt almenn bókasafnsþjónusta árið um kring. Þar eru nú um 94.000 bækur, tímarit og önnur gögn á sviði uppeldis- og menntavísinda. Í safninu er sérstakt kennslugagnasafn fyrir leik- og grunnskólastig. Upplýsingaþjónusta og aðstoð við heimildaleit er veitt í safninu og kennsla í upplýsingaöflun er felld inn í inngangsnámskeið í upphafi náms. Nánar um bókasafnið Bóksala Í bóksölu Menntavísindasviðs i Stakkahlíð eru seldar kennslubækur á sviði kennslu, uppeldis og umönnunar. Þar er einnig hægt að fá stílabækur, möppur og ritföng vegna námsins. Bóksalan býður einnig upp á prentþjónustu. Hvar erum við? Bóksalan er staðsett á 1. hæð í Kletti. Opið frá kl. 9.00 til 13.00 alla virka daga. Lokað er vegna sumarleyfa í júní og júlí. Sími: 525-5990. Netfang: boksalakenno[hjá]hi.is Félagslíf Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms og hvetjum við nemendur til að lyfta sér upp annað slagið með samnemendum. Nemendafélögin skipuleggja fjölda viðburða yfir skólaárið og einu sinni á vetri er haldin sameiginleg árshátíð. Nemendafélögin standa einnig reglulega fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, vísindaferðum og skíðaferðum. Nánar um nemendafélög Menntavísindasviðs Húsnæði Menntavísindasvið hefur aðsetur í Stakkahlíð, Skipholti og Bolholti í Reykjavík. Sviðsskrifstofa og kennsluskrifstofa eru staðsettar í Stakkahlíð. Þar er einnig bókasafn, bóksala, Ritver, matsala og tölvuþjónusta. Nemendur hafa aðgang að góðri vinnu- og lesaðstöðu í húsinu og á Háskólatorgi. Auk þess er veitingasala víða á háskólasvæðinu, Stúdentakjallarinn og íþróttahús. Byggingar Húsnæðið í Stakkahlíð skiptist í þrjár samliggjandi byggingar. Elsta byggingin skiptist í Enni og Múla, en hinar tvær byggingarnar heita Hamar og Klettur. Kennsla í list- og verkgreinum fer fram í Listgreinahúsi sviðsins í Skipholti 37. Verkleg kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Geðheilbrigðisúrræði Frá því á vormisseri 2018 hefur Háskóli Íslands stigið ýmis skref til að koma til móts við ákall háskólanema um fjölbreyttari úrræði til að bæta geðheilbrigði stúdenta, m.a. með því að fjölga sálfræðingum við NSHÍ og bjóða hugræna atferlismeðferð í formi hópmeðferðar. Í Uglu má sjá hvaða möguleikar standa stúdentum HÍ til boða til að bæta geðheilsu. Íþróttahús Hreyfing er öllu námsfólki mikilvæg. Við Háskóla Íslands eru rekin tvö íþróttahús sem opin eru öllum nemendum og starfsfólki háskólans gegn mjög vægu gjaldi. Nánari upplýsingar um íþróttahús skólans ásamt stundaskrá og afgreiðslutíma. Nemendur í íþrótta- og heilsufræði fá aðgang að líkamsræktarstöðvum World Class. Kennsluskrifstofa Kennsluskrifstofa sinnir allri almennri þjónustu við nemendur, kennara og deildir. Þar er verkefnisstjórn fyrir deildir Menntavísindasviðs, vettvangsnám, alþjóðamál og umsjón með meistara- og doktorsverkefnum. Á skrifstofunni er einnig haldið utan um námsferla nemenda og unnið að kennsluskrá, inntöku nemenda, stundatöflugerð, stofubókunum, brautskráningu og fleira. Nánar um kennsluskrifstofu Laugardalurinn Verkleg kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins eru til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. Nemendur fá enn fremur aðgang að heilsuræktarstöðvum World Class og stunda þar hluta verklega námsins sér að kostnaðarlausu. Náms- og starfsráðgjöf Lýdía Kristín Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi, býður nemendum Menntavísindasviðs upp á ráðgjöf í Stakkahlíð miðvikudaga til föstudaga Í vetur. Hægt er að bóka tíma með því að senda póst á netfangið lydia@hi.is Ritver Ritver Menntavísindasviðs býður nemendum upp á stuðning við hvers konar fræðileg skrif. Starfsmenn Ritvers eru stúdentar í framhaldsnámi sem hafa hlotið sérstaka menntun um ritun og ráðgjöf, og þjálfun í að leiðbeina öðrum um skrif. Kjölfestan í starfi Ritvers eru viðtalsfundirnir, persónuleg ráðgjöf við stúdenta með verkefni í smíðum. Nánar um Ritverið Sálfræðiráðgjöf Nemendur geta bókað tíma hjá Katrínu Sveinsdóttur, sálfræðingi hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema, á netfangið katrinsv@hi.is Tölvuþjónusta Í Menntasmiðju er veitt þjónusta við tölvunet sviðsins, umsjón með tölvustofum og smærri tækjum sem lánuð eru tímabundið. Þar er einnig þjónusta vegna námsumsjónarkerfa. Tæknimenn í Menntasmiðju svara fyrirspurnum stúdenta og starfsfólks í síma, tölvupósti og augliti til auglitis. Leiðbeiningar um tengingu fartölvu við þráðlaust net er að finna á vefsíðu Upplýsingatæknisviðs og bendum við notendum á að skoða þær vel. Nánar um tölvuþjónustu Veitingasala Veitingastaðurinn Háma er í Stakkahlíð og á Háskólatorgi. Þar geta nemendur fengið heitan mat í hádeginu en auk þess er alltaf boðið upp á heita súpu og ýmsar gerðir af samlokum og köldum réttum. Kaffi, te og alls kyns drykkir er líka fáanlegt þar. Matseðil Hámu má nálgast á fs.is Stúdentakjallarinn er skemmtilegur bar og veitingastaður fyrir alla, stúdenta sem og aðra. Fastir liðir á viðburðadagatali eru pub quiz og café lingua. Vinnu- og lesaðstaða Góð vinnu- og lesaðstaða er á Menntavísindasviði. Aðgengi að safni og smiðju er auðvelt fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og boðið er upp á ýmiss konar hugbúnað sem er einkum ætlaður stúdentum með sérþarfir. Þráðlaust netsamband og prentarar eru á helstu vinnusvæðum. Bókasafn á jarðhæð í Hamri Hátt í 60 les- og hópvinnusæti Hópvinnuherbergi Þrjú lesherbergi fyrir þá sem sinna rannsóknarverkefnum til leigu Sjá opnunartíma bókasafns Smiðja á 1. hæð í Hamri 16 tölvur fyrir almenna notkun Prentarar eru í Menntasmiðju Stúdentar með aðgangskort að Hamri geta verið í tölvustofum til kl. 23.00 á kvöldin. Kortin fást hjá umsjónarmanni fasteigna í Stakkahlíð. Skáli í Enni Lesaðstaða fyrir 50-60 manns Listgreinahús Vinnuaðstaða fyrir nemendur í list- og verkgreinum Hóp- og vinnuaðstaða Víða um húsið, t.d. í Fjöru, Skála og Kletti Önnur lesrými Á Háskólatorgi eru lesstofur bæði á 1. og 2. hæð með lesbásum Á jarðhæð í Gimli eru einnig lesstofur Á 2. og 3. hæð í Odda er opið lesrými og aðstaða til hópavinnu Tengt efni Háskólabyggingar og afgreiðslutími Kort af Stakkahlíð emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.