Viðurkenningar og styrkir | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðurkenningar og styrkir

Viðurkenningar

Á haustmisseri 2007 veitti Lyfjafræðideild í fyrsta skipti viðurkenningu þeim lyfjafræðinemum sem lokið höfðu BS og MS-prófi með bestum námsárangri. Ákveðið var að viðurkenningin yrði veitt árlega, en jafnframt að frá og með hausti 2008 yrði einnig veitt viðurkenning fyrir besta árangur á fyrsta ári BS-náms.

Á árinu 2019 hlutu eftirfarandi viðurkenningar Lyfjafræðideildar:

  • María Rún Gunnlaugsdóttir, fyrir besta árangur á MS-prófi                               
  • Selma Dögg Magnúsdóttir, fyrir besta árangur á BS-prófi                  
  • Ingimar Jónsson, fyrir besta árangur á fyrsta ári BS-náms

Styrkir

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala hefur að markmiði að styrkja vísindaleg afrek á sviði lyfjafræði, rannsóknir og framhaldsnám í faginu. Fjölmargir doktorsnemar í lyfjafræði/lyfjavísindum hafa notið styrks úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður af Bent Scheving Thorsteinsson í maí 2001

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.