Lýðheilsuvísindi | Háskóli Íslands Skip to main content

Lýðheilsuvísindi

Lýðheilsuvísindi

180 einingar - Ph.D. gráða

. . .

Doktorsnsám í lýðheilsuvísindum veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi.

Um námið

Markmið doktorsnámsins er að veita nemendum þekkingu, hæfni og þjálfun til að geta stundað vísindalegar rannsóknir og aflað nýrrar þekkingar.

Doktorsnámið er 180 eininga nám og tekur að jafnaði 3–4 ár.

Meginhluti námsins, að lágmarki 150 einingar, byggist á sjálfstæðu rannsóknarverkefni en nemendur ljúka einnig allt að 30 einingum í námskeiðum.

Áherslur í námi

Í lýðheilsuvísindum er leitast við að svara nokkrum mikilvægustu spurningum samfélagsins:

  • Hvernig er heilsan?
  • Hvernig líður okkur?
  • Hvernig getur okkur liðið betur?

Með beittum rannsóknaraðferðum geta lýðheilsuvísindin greint áhrifavalda heilbrigðis og þannig skapað þekkingargrunn sem nauðsynlegur er til stefnumótunar á sviði forvarna og heilsueflingar.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Meistarapróf í lýðheilsuvísindum (MPH) eða öðrum tengdum greinum.

  
  
Félagslíf

Iðunn, félag nemenda í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði, sér um vísindaferðir, nemendafagnaði og málstofur.

Facebooksíða Iðunnar

Kynntu þér fjölbreytt félagslíf við Háskóla Íslands.

   

Hafðu samband

Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Sturlugötu 8, 102 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is
 

Finndu okkur á Facebook og Twitter