Stofnanir og setur | Háskóli Íslands Skip to main content

Stofnanir og setur

Netspjall

Rannsóknarstofnanir, rannsóknastofur og -setur innan Læknadeildar eru:

Lífeðlisfræðistofnun

Staðsett í Læknagarður 5. hæð, Vatnsmýrarvegi 16

Veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til.

Lífvísindasetur (BMC)

Staðsett í Læknagarði 4. hæð, Vatnsmýrarvegi 16
Sími: 525-5852
Netfang: bmc@hi.is

Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf þeirra rannsóknahópa á sviði lífvísinda sem óska eftir að vera aðilar að setrinu. Rannsóknahóparnir stunda rannsóknir á ýmsum sviðum lífvísinda svo sem sameindalíffræði krabbameins, starfsemi og sérhæfingu stofnfruma, taugalíffræði, stjórnun genatjáningar, erfðalækninga, næringar- og matvælafræði, ónæmisfræði auk ýmissa sviða lífeðlisfræði.

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði (RLE)

Staðsett í Haga við Hofsvallagötu 53
Sími: 525-5130
Netfang: rle@hi.is

Í stofunni er unnið að grunn- og þjónusturannsóknum í líflyfjafræði, réttarefnafræði og eiturefnafræði.

 

Rannsóknarstofa í hreyfivísindum

Staðsett í Stapa við Hringbraut

Rannsóknastofa í hreyfivísindum við námsbraut í sjúkraþjálfun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun. Með hreyfivísindum er átt við öll þau fræði sem tengjast hreyfingum mannslíkamans á einn eða annan hátt.

Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum

Staðsett í Læknagarði 4. hæð, Vatnsmýrarvegi 16
Sími: 525-5832
Netfang: jbth@hi.is

Rannsóknir sem auka þekkingu og skilning á eðli krabbameins.

Rannsóknastofa í stofnfrumufræðum

Rannsóknastofan er hluti af Lífvísindasetri

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Staðsett á Keldnavegi 3
Sími: 585-5100
Netfang: postur@keldur.is

Meginviðfangsefni eru rannsóknir og greining sjúkdóma í dýrum og framleiðsla bóluefna gegn sauðfjársjúkdómum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.