Inntökupróf | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökupróf

Netspjall

Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði

Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands (læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði) tekur tvo daga og verður haldið fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. júní 2019. Prófið samanstendur af fjórum tveggja tíma próflotum og Aðgangsprófi fyrir háskólastig (A-próf) sem tekur 3,5 klst. A-prófið gildir 30% af inntökuprófinu. ATH. Inntökuprófið verður á pappírsformi, bæði A- og L-próf.

Umsóknarfrestur er til 20. maí
Umsókn um grunnnám í læknisfræði eða sjúkraþjálfunarfræði er skráning í inntökupróf Læknadeildar. Umsóknir eru rafrænar á heimasíðu Háskólans.
ATH. Einungis er hægt að sækja um eina námsleið í grunnnámi, sé sótt um oftar er það nýjasta umsóknin sem gildir. Til að hefja nám við Læknadeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Nemendur sem lokið hafa prófi af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) eða frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) teljast uppfylla inntökuskilyrði deildarinnar, enda hafi viðkomandi stundað nám við verk- og raunvísindadeild háskólabrúar.

Skráning getur farið fram, enda þótt nemandi hafi þá ekki lokið stúdentsprófi, en þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi. Staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini (með bláum stimpli og undirskrift frá skóla) eða staðfestingu um að stúdentsprófi verði lokið þarf að skila í síðasta lagi 20. maí til Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík. Veiti umsækjandi Háskólanum aðgang að Innu í umsókninni þarf hann ekki að skila þessum gögnum sérstaklega.

Próftökugjald – eindagi 29. maí, fyrir kl. 16:00.
Próftökugjald er kr. 20.000 - og þarf að greiðast í síðasta lagi fyrir kl. 16:00, miðvikudaginn 29. maí. Sé gjaldið ekki greitt fyrir þann tíma er litið svo á að umsækjandi hafi hætt við prófið og nafn hans tekið af lista. Engar undantekningar eru gerðar á þessu ákvæði. ATH. Að próftökugjaldið er óendurkræft.

Gátlisti

Skráning í inntökupróf er strangt og nákvæmt ferli og mikilvægt að umsækjendur uppfylli öll skilyrði og virði tímafrest sem settur er við hvern lið, til að þeir öðlist rétt til að þreyta prófið. Í þessum gátlista hefur verið tekið saman yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar í skráningaferlinu. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér þær ítarlega og fylgja fyrirmælum.

Ef varanámsleið á að vera leið þar sem krafist er A-prófs (lögfræði) þarf að senda tölvupóst á umsokn@hi.is (setja í efnislínu: Varanámsleið A-próf) fyrir 5. júní og óska eftir skráningu í viðkomandi námsleið sem varaleið.

Sértæk úrræði í inntökuprófum vegna dyslexíu

Samkvæmt reglum Háskóla Íslands um sértæk úrræði í námi nr. 481/2010 skal nemandi sem óskar eftir sértækum úrræðum í námi/prófum við Háskóla Íslands vegna lesblindu snúa sér til Náms- og starfsráðgjafar HÍ (NSHÍ). Úrræði eru aðeins veitt á grundvelli faglegrar greiningar sem nemandi leggur fram og náms-og starfsráðgjafi fer yfir og geymir afrit af. Greining á dyslexiu skal hafa verið gerð eigi fyrr en við 15 ára aldur og hún skal vera framkvæmd með viðurkenndum greiningarviðmiðum. Ásamt því að leggja fram greiningu fer nemandi í viðtal við náms-og starfsráðgjafa.

Stúdentar sem þreyta inntökupróf í Læknadeild og óska eftir lengdum próftíma eða öðrum sértækum úrræðum vegna dyslexiu eiga að hafa samband við NSHÍ, sími: 525 4315 og netfang radgjof@hi.is, fyrir 20. maí.

Nánar um inntökupróf:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.