Skip to main content

Alþjóðlegt samstarf við Hugvísindasvið

Alþjóðlegt samstarf við Hugvísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hugvísindasvið leggur áherslu á alþjóðleg samskipti og leitast við að skapa nemendum fjölbreytt tækifæri til að stunda hluta náms við erlenda háskóla. Það eykur gæði og fjölbreytni námsins og undirbýr nemendur fyrir líf og starf að námi loknu. Skiptinám er einstakt tækifæri til að kynnast nýju fólki, menningu og tungumáli.

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla um allan heim. Nemendur Hugvísindasviðs sem hafa lokið 60 ECTS einingum geta að öllu jöfnu sótt um að fara í skiptinám í eitt eða tvö misseri. Í námi á Norðurlöndunum og í Evrópu eru ferða- og dvalarstyrkir í boði en utan Evrópu eru skólagjöld felld niður eða lækkuð. Þá nýtur starfsþjálfun í öðrum Evrópulöndum vaxandi vinsælda. Bæði ferða- og dvalarstyrkir standa til boða þeim sem leggja stund á slíka þjálfun.

Nánari upplýsingar
Ítarlegar upplýsingar um skiptinám, starfsþjálfun, sumarnám og samstarfsskóla er að finna á vef Alþjóðasviðs

Við Hugvísindasvið starfa deildarstjórar sem eru tengiliðir alþjóðamála á sviðinu