Skip to main content

Aðstaða Tannlæknadeildar

Aðstaða Tannlæknadeildar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Tannlæknadeild er með aðstöðu í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Þar eru m.a. kennslustofur, tannlækningastofa deildarinnar og deildarskrifstofa.  

Kennsluaðstaða

Kennsla tannlækna- og tannsmíðanema fer að mestu leyti fram á 2. og 3. hæð í Læknagarði. Tannlækningastofa deildarinnar, sótthreinsun, röntgenaðstaða, móttaka sjúklinga og bókasafn er á 2. hæð og þar eru jafnframt kennslustofur, kennaraherbergi og skrifstofur deildarforseta og deildarstjóra.  

Á 3. hæð eru m.a. verkstofur, aðstaða fyrir aðfaranám, kennaraherbergi, kennslustofur, rannsóknastofa og skrifstofa námsbrautar í tannsmíði.

Lesstofur og tölvuver

Lesstofa tannlækna- og tannsmiðanema er á 3. hæð í Læknagarði. Í kjallara Læknagarðs er tölvuver.

Nemendur við Tannlæknadeild geta einnig nýtt sér aðrar lesstofur og tölvuver víðsvegar um háskólasvæðið

Kaffiaðstaða og félagsherbergi

Í kjallara Læknagarðs rekur Félagsstofnun stúdenta kaffistofu, þar er hægt að kaupa súpu, samlokur, drykki og aðra hressingu. Þar geta nemendur einnig hitað upp nesti.

Nemendur við Tannlæknadeild hafa aðgang að félagsherbergi þar sem hægt er að hittast á milli kennslustunda, borða og spjalla saman. 

Búningsaðstaða

Nemendur við Tannlæknadeild hafa aðgang að búningsaðstöðu og læstum skápum í kjallara Læknagarðs.